Lífið

Derek er öðruvísi en The Office

Ricky Gervais segir að nýjustu gamanþættirnir hans, Derek, séu töluvert frábrugðnir öðrum þáttum sem hann hefur gert. Hann segir að aðalpersónan Derek Noakes sé meðvitaðri um sjálfan sig en David Brent úr The Office.

„Munurinn er að þarna er engin kaldhæðni í gangi og fólk segir nákvæmlega það sem það meinar, sama hversu klikkað það er," sagði Gervais. „Derek segir það sem hann hugsar. Hann er betri en við. Hann er einmana og góður."

Prufuþáttur af Derek verður sýndur á Channel 4 í Bretlandi og þar fer vinur Gervais, Karl Pilkington, einnig með stórt hlutverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.