Umhverfið kallar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. janúar 2012 14:30 Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun