Næsta skref, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu).
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar