Róbert: Ég er ekki sáttur við mína stöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2012 10:45 Róbert Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins nú á dögunum. Mynd/Stefán Róbert Gunnarsson hefur undanfarin ár gegnt algjöru lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í handbolta. Það mun hann sjálfsagt gera áfram en hann hefur þó fengið lítið að spila með félagsliði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í Þýskalandi að undanförnu. „Ég er auðvitað ekkert sáttur við sjálfan mig og mína stöðu. Maður vill helst spila 60 mínútur í hverjum einasta leik," segir Róbert. „En ég vissi að ég myndi þurfa að deila mínútunum með öðrum þegar ég gekk til liðs við félagið á sínum tíma. Svo hefur þeim bara fækkað," segir hann og brosir. „Maður verður bara að taka því og læra af mótlætinu. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa vel og vera tilbúinn þegar kallið kemur." Öðruvísi á þýskuRóbert er í þeirri óvenjulegu stöðu að þjálfari hans hjá félagsliðinu er einnig landsliðsþjálfari hans. Hann segir að það skipti þó litlu sem engu máli. „Ég kynntist þessu þegar ég var með Alfreð [Gíslason] á báðum stöðum líka. Þetta er vissulega skrýtið því félagsliðsþjálfarinn Guðmundur og landsliðsþjálfarinn Guðmundur er ekki sami maðurinn. Hann er öðruvísi á íslensku heldur en á þýsku og þetta tvennt er í raun alveg aðskilið." Róbert segist þó ekki óttast að hann sé ekki í nógu góðu leikformi fyrir landsliðið en viðtalið var tekið áður en landsliðið hélt utan til Danmerkur þar sem það spilar á æfingamóti um helgina. „Ég skil vel að það skuli vera einhverjar efasemdir um það en það verður þá bara að koma í ljós. Nú fáum við þrjá leiki í Danmörku til að fínpússa okkar leik og þá munu allir leikmenn sjá hvar þeir eru staddir. En það hjálpar mér eins og öðrum hversu lengi flestir okkar í landsliðinu hafa spilað saman. Ef maður ætti að passa inn í eitthvað lið þá væri það þetta. Ég mun einbeita mér að því jákvæða." Sjálfur hefur Guðmundur ekki áhyggjur af því að Róbert sé ekki í nægilega góðu standi fyrir landsliðið. Hann sagði við Fréttablaðið í desember síðastliðnum að þrátt fyrir allt hafi Róbert fengið sínar mínútur. „Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við [Bjarte Myrhol] er að spila mjög vel," sagði Guðmundur. Sama spurningamerkiðRóbert segir erfitt að meta stöðu liðsins þar til að EM hefst í Serbíu. „Þegar janúar hefst finnst mér alltaf vera þetta sama spurningamerki yfir liðinu," segir Róbert. „Æfingarnar ganga vel og menn leggja sig fram. Svo þegar út í alvöruna er komið sjá menn fyrst hvernig þeir standa." Þess má svo geta að samningur Róberts við Rhein-Neckar Löwen rennur út í sumar. Hvað tekur við er óvíst en Róbert hefur ekki átt í viðræðum við önnur lið að undanförnu. „Það er ekkert í gangi eins og er og þannig verður það þangað til að mótinu lýkur í Serbíu. Menn vilja sem minnst hugsa um svona mál í miðju stórmóti í handbolta," segir Róbert. Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Róbert Gunnarsson hefur undanfarin ár gegnt algjöru lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í handbolta. Það mun hann sjálfsagt gera áfram en hann hefur þó fengið lítið að spila með félagsliði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í Þýskalandi að undanförnu. „Ég er auðvitað ekkert sáttur við sjálfan mig og mína stöðu. Maður vill helst spila 60 mínútur í hverjum einasta leik," segir Róbert. „En ég vissi að ég myndi þurfa að deila mínútunum með öðrum þegar ég gekk til liðs við félagið á sínum tíma. Svo hefur þeim bara fækkað," segir hann og brosir. „Maður verður bara að taka því og læra af mótlætinu. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa vel og vera tilbúinn þegar kallið kemur." Öðruvísi á þýskuRóbert er í þeirri óvenjulegu stöðu að þjálfari hans hjá félagsliðinu er einnig landsliðsþjálfari hans. Hann segir að það skipti þó litlu sem engu máli. „Ég kynntist þessu þegar ég var með Alfreð [Gíslason] á báðum stöðum líka. Þetta er vissulega skrýtið því félagsliðsþjálfarinn Guðmundur og landsliðsþjálfarinn Guðmundur er ekki sami maðurinn. Hann er öðruvísi á íslensku heldur en á þýsku og þetta tvennt er í raun alveg aðskilið." Róbert segist þó ekki óttast að hann sé ekki í nógu góðu leikformi fyrir landsliðið en viðtalið var tekið áður en landsliðið hélt utan til Danmerkur þar sem það spilar á æfingamóti um helgina. „Ég skil vel að það skuli vera einhverjar efasemdir um það en það verður þá bara að koma í ljós. Nú fáum við þrjá leiki í Danmörku til að fínpússa okkar leik og þá munu allir leikmenn sjá hvar þeir eru staddir. En það hjálpar mér eins og öðrum hversu lengi flestir okkar í landsliðinu hafa spilað saman. Ef maður ætti að passa inn í eitthvað lið þá væri það þetta. Ég mun einbeita mér að því jákvæða." Sjálfur hefur Guðmundur ekki áhyggjur af því að Róbert sé ekki í nægilega góðu standi fyrir landsliðið. Hann sagði við Fréttablaðið í desember síðastliðnum að þrátt fyrir allt hafi Róbert fengið sínar mínútur. „Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við [Bjarte Myrhol] er að spila mjög vel," sagði Guðmundur. Sama spurningamerkiðRóbert segir erfitt að meta stöðu liðsins þar til að EM hefst í Serbíu. „Þegar janúar hefst finnst mér alltaf vera þetta sama spurningamerki yfir liðinu," segir Róbert. „Æfingarnar ganga vel og menn leggja sig fram. Svo þegar út í alvöruna er komið sjá menn fyrst hvernig þeir standa." Þess má svo geta að samningur Róberts við Rhein-Neckar Löwen rennur út í sumar. Hvað tekur við er óvíst en Róbert hefur ekki átt í viðræðum við önnur lið að undanförnu. „Það er ekkert í gangi eins og er og þannig verður það þangað til að mótinu lýkur í Serbíu. Menn vilja sem minnst hugsa um svona mál í miðju stórmóti í handbolta," segir Róbert.
Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira