Lífið

Of Monsters and Men toppa Billboard

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu þá sendu Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men frá sér stuttskífu í gegnum vefverslun iTunes í desember.

Platan komst þar á lista yfir mest seldu plöturnar, sem er frábær árangur hjá hljómsveitinni sem sigraði Músiktilraunir árið 2010. Stuttskífan heldur áfram að seljast og trónir nú á toppi bandaríska Billboard-listans yfir svokallaðar Heatseekers-plötur, sem eru með nýjum og spennandi hljómsveitum, en fyrir neðan má finna listamenn á borð við James Blake og Gotye.

Þá er skífan í 130. sæti yfir allar plötur, en þar er hin sívinsæla Adele á toppnum, hægt er að sjá listann hér. Einnig er hún í 25. sæti yfir rokkplötur og 20. sæti yfir jaðartónlistarplötur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.