Ný kynslóð M-línunnar frá Mercedes Benz 11. janúar 2012 16:00 Þriðja kynslóð M-línunnar frá Mercedes-Benz er væntanleg til Íslands í vikunni. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa vegna lítillar eldsneytisnotkunar og lítils koltvísýrings í útblæstri. Lúxusjeppinn er nú með hagkvæma og umhverfismilda vél en nokkru sinni. M 250 BlueTEC er með sparneytinni, fjögurra strokka dísilvél. Hún uppfyllir EU6 mengunarreglugerðina eins og vélin í 350 Blue TEC gerir sömuleiðis en hún er endurhönnuð 3,0 lítra V6 dísilvél. Báðar gerðirnar eru sparneytnari en engu að síður aflmeiri en fyrri gerðir. M 250 BlueTEC 4MATIC eyðir einungis rúmum sex lítrum á hundraðið sem er 2,4 lítrum minni eyðsla en hjá fyrri gerð. Koltvísýringslosunin er einungis 164 g/km sem er talsvert minna en hjá öðrum jeppum í þessum stærðarflokki. M 250 BlueTEC er því í mjög hagstæðum vörugjaldaflokki hér á landi vegna þess hve umhverfisvænn hann er. Jeppinn kemst 1500 km á einum, 93 lítra tanki, sem skilar honum hringinn í kringum Ísland og gott betur. Samt er jeppinn með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. Stærri dísilvélin skilar heilum 258 hestöflum en eyðir aðeins 7,4 lítrum í blönduðum akstri. „Mercedes-Benz hefur náð þessum athyglisverða árangri með nýrri kynslóð BlueTEC-dísilvéla og BlueDIRECT-bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði," segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftirspurnin mikil. Við erum búin að selja um tíu M-Class þótt enn hafi jeppinn ekki verið kynntur hér á landi," segir Sigurður. Hann segir að grunnverðið á M 250 BlueTec sé 10.590.000 kr. en M 350 BlueTec kostar frá kr. 11.790.000 kr.Mikill staðalbúnaður Sigurður segir að nýja kynslóðin af M-línunni sé með óvenju mikið farangursrými og það mesta í flokki lúxusjeppa. „Staðalbúnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þessi búnaður ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Þá er 4MATIC-kerfið einnig staðalbúnaður en það deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á jafnt við þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. 4MATICkerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri.Þá er fáanlegur ýmis aukabúnaður í allar gerðir M-línunnar m.a. nýtt fjöðrunarkerfi sem er með höggdeyfum með aðlögunarhæfni (Active Curve). Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika bílsins," segir Sigurður. Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Þriðja kynslóð M-línunnar frá Mercedes-Benz er væntanleg til Íslands í vikunni. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa vegna lítillar eldsneytisnotkunar og lítils koltvísýrings í útblæstri. Lúxusjeppinn er nú með hagkvæma og umhverfismilda vél en nokkru sinni. M 250 BlueTEC er með sparneytinni, fjögurra strokka dísilvél. Hún uppfyllir EU6 mengunarreglugerðina eins og vélin í 350 Blue TEC gerir sömuleiðis en hún er endurhönnuð 3,0 lítra V6 dísilvél. Báðar gerðirnar eru sparneytnari en engu að síður aflmeiri en fyrri gerðir. M 250 BlueTEC 4MATIC eyðir einungis rúmum sex lítrum á hundraðið sem er 2,4 lítrum minni eyðsla en hjá fyrri gerð. Koltvísýringslosunin er einungis 164 g/km sem er talsvert minna en hjá öðrum jeppum í þessum stærðarflokki. M 250 BlueTEC er því í mjög hagstæðum vörugjaldaflokki hér á landi vegna þess hve umhverfisvænn hann er. Jeppinn kemst 1500 km á einum, 93 lítra tanki, sem skilar honum hringinn í kringum Ísland og gott betur. Samt er jeppinn með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. Stærri dísilvélin skilar heilum 258 hestöflum en eyðir aðeins 7,4 lítrum í blönduðum akstri. „Mercedes-Benz hefur náð þessum athyglisverða árangri með nýrri kynslóð BlueTEC-dísilvéla og BlueDIRECT-bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði," segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftirspurnin mikil. Við erum búin að selja um tíu M-Class þótt enn hafi jeppinn ekki verið kynntur hér á landi," segir Sigurður. Hann segir að grunnverðið á M 250 BlueTec sé 10.590.000 kr. en M 350 BlueTec kostar frá kr. 11.790.000 kr.Mikill staðalbúnaður Sigurður segir að nýja kynslóðin af M-línunni sé með óvenju mikið farangursrými og það mesta í flokki lúxusjeppa. „Staðalbúnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þessi búnaður ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Þá er 4MATIC-kerfið einnig staðalbúnaður en það deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á jafnt við þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. 4MATICkerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri.Þá er fáanlegur ýmis aukabúnaður í allar gerðir M-línunnar m.a. nýtt fjöðrunarkerfi sem er með höggdeyfum með aðlögunarhæfni (Active Curve). Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika bílsins," segir Sigurður.
Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira