Samstarf

Enn betri Avensis

Fágun í hönnun, þægindi og öryggi einkenna Avensis.
Fágun í hönnun, þægindi og öryggi einkenna Avensis.
Toyota Avensis er að koma út í nýrri og endurbættri útgáfu. „Þetta er kannski ekki alveg ný kynslóð af Avensis en hann er talsvert breyttur,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, og nefnir endurbætta fjöðrun og stýrisbúnað, aukna hljóðeinangrun og endurhönnun á sætum og mælaborði.

Hann segir útlitsbreytingar hafa verið gerðar, sérstaklega framan á bílnum og setji ný ljós sterkan svip á hann. „Dísilvélin er líka umhverfisvænni en áður, án þess að fórna krafti, þar sem dregið hefur verið úr útblæstri koltvísýrings.“

Páll segir Toyota Avensis vinsælan fjölskyldubíl, enda sé hann rúmgóður, þægilegur og sprækur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×