Hin flöktandi stjarna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2012 17:00 Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira