Hressileg saga fyrir fróðleiksfúsa krakka Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 16. janúar 2012 13:00 Náttúrugripasafnið er fantasía þar sem dvergar leika lausum hala, forsögulegur maður vaknar til lífsins, beinagrind löngu látinnar stúlku á safni tekur til sinna ráða og kettir hugsa líkt og menn. Bókmenntir. Náttúrugripasafnið. Sigrún Eldjárn. Mál og menning 2011. Það sem fyrst vekur athygli við Náttúrugripasafnið eftir Sigrúnu Eldjárn er flott hönnun bókarinnar. Sniðugar myndir eru nánast á hverri einustu opnu, bókin er líka falleg á litinn, fer vel í hendi og er í alla staði mjög girnilegur prentgripur. Sigrún er vel þekktur myndlistarmaður og sér vitaskuld sjálf um myndskreytingar, en einnig brýtur hún bókina um. Sagan hentar börnum á aldrinum 8-12 ára og hún fjallar um börn á því aldursbili. Aðalpersónurnar eru Rúnar, sem býr ásamt föður sínum í þorpinu Ásgarði, og systkini af indverskum uppruna, þau Magga og Lilli, sem búa á sama stað með sínum foreldrum. Sagan er römmuð inn með frásögn af ömmu systkinanna Möggu og Lilla, en hún býr á Indlandi og veit ekki hvernig hinum ættleiddu barnabörnum hennar hefur reitt af. Hún sendir þeim pakka, en innihald hans leikur síðan lykilhlutverk í sögunni. Rúnar tekur líka með sér dularfullan pakka úr skrítinni verslun í New York og fer með hann heim til Íslands í trássi við vilja móður sinnar. Það sem í honum leynist kemur líka heldur betur á óvart og af stað fer æsileg atburðarás. Náttúrugripasafnið er fantasía þar sem dvergar leika lausum hala, forsögulegur maður vaknar til lífsins, beinagrind löngu látinnar stúlku á safni tekur til sinna ráða og kettir hugsa líkt og menn. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi, en höfundur leggur líka lykkju á leið sína til þess að fræða hina ungu lesendur sína. Það verður þó aldrei „skólabókarlegt" eða predikandi, heldur er fræðslan mjög smekklega felld inn í söguna og sett fram á einfaldan hátt. Gott dæmi er t.d. þegar krakkarnir fá dularfullt bréf sem inniheldur orð sem þau skilja ekki: Rúnar skýst inn í pabba herbergi og sest við tölvuna. Hann finnur fljótlega orðabók á netinu og slær inn þetta undarlega orð. „Hey, hlustaðu, hérna er þetta. Það stendur: gísl –s, -ar, KK: maður afhentur eða tekinn í gæslu til tryggingar því að samningar takist (haldist) eða farið sé eftir fyrirmælum." Hann lítur á Möggu. „Ég skil þetta nú ekki almennilega, en þú? Hvað þýðir til dæmis þetta: -s, -ar og KK? Er þetta eitthvert dulmál? „Nei, bjáninn þinn! Þetta er málfræði," svarar Magga hneyksluð. „Kanntu ekki að fletta upp í orðabók? Ég skal útskýra þetta fyrir þér." (106-107) Fróðleikurinn er ekki einungis málfræðilegur, heldur verða börn líka nokkurs vísari um fornleifa- og náttúrufræði (faðir Rúnars stendur í að koma á fót náttúrugripasafni í þorpinu) auk þess sem rammafrásögnin um uppruna systkinanna er falleg og til þess ætluð að undirstrika að „hjörtum mannanna svipar saman…" eins og þar stendur.Sigrún Eldjárn.Sigrúnu Eldjárn tekst ákaflega vel upp með þessa sögu. Að vísu er sumt í henni heldur lítt undirbyggt eða útskýrt (eins og t.d. ástæða þess að tugþúsundára gömul múmía skuli liggja á lausu í lítilli búðarholu í New York – og hin sáraeinfalda aðferð sem síðar er notuð til að vekja þá múmíu til lífsins) en sem betur fer eru börn yfirleitt ekki neinir raunsæisþrælar, heldur taka hinu fantastíska fagnandi – og það er ég sannfærð um að þau gera við lesturinn á Náttúrugripasafninu. Niðurstaða: Hressileg saga fyrir fróðleiksfúsa og ævintýragjarna krakka. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bókmenntir. Náttúrugripasafnið. Sigrún Eldjárn. Mál og menning 2011. Það sem fyrst vekur athygli við Náttúrugripasafnið eftir Sigrúnu Eldjárn er flott hönnun bókarinnar. Sniðugar myndir eru nánast á hverri einustu opnu, bókin er líka falleg á litinn, fer vel í hendi og er í alla staði mjög girnilegur prentgripur. Sigrún er vel þekktur myndlistarmaður og sér vitaskuld sjálf um myndskreytingar, en einnig brýtur hún bókina um. Sagan hentar börnum á aldrinum 8-12 ára og hún fjallar um börn á því aldursbili. Aðalpersónurnar eru Rúnar, sem býr ásamt föður sínum í þorpinu Ásgarði, og systkini af indverskum uppruna, þau Magga og Lilli, sem búa á sama stað með sínum foreldrum. Sagan er römmuð inn með frásögn af ömmu systkinanna Möggu og Lilla, en hún býr á Indlandi og veit ekki hvernig hinum ættleiddu barnabörnum hennar hefur reitt af. Hún sendir þeim pakka, en innihald hans leikur síðan lykilhlutverk í sögunni. Rúnar tekur líka með sér dularfullan pakka úr skrítinni verslun í New York og fer með hann heim til Íslands í trássi við vilja móður sinnar. Það sem í honum leynist kemur líka heldur betur á óvart og af stað fer æsileg atburðarás. Náttúrugripasafnið er fantasía þar sem dvergar leika lausum hala, forsögulegur maður vaknar til lífsins, beinagrind löngu látinnar stúlku á safni tekur til sinna ráða og kettir hugsa líkt og menn. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi, en höfundur leggur líka lykkju á leið sína til þess að fræða hina ungu lesendur sína. Það verður þó aldrei „skólabókarlegt" eða predikandi, heldur er fræðslan mjög smekklega felld inn í söguna og sett fram á einfaldan hátt. Gott dæmi er t.d. þegar krakkarnir fá dularfullt bréf sem inniheldur orð sem þau skilja ekki: Rúnar skýst inn í pabba herbergi og sest við tölvuna. Hann finnur fljótlega orðabók á netinu og slær inn þetta undarlega orð. „Hey, hlustaðu, hérna er þetta. Það stendur: gísl –s, -ar, KK: maður afhentur eða tekinn í gæslu til tryggingar því að samningar takist (haldist) eða farið sé eftir fyrirmælum." Hann lítur á Möggu. „Ég skil þetta nú ekki almennilega, en þú? Hvað þýðir til dæmis þetta: -s, -ar og KK? Er þetta eitthvert dulmál? „Nei, bjáninn þinn! Þetta er málfræði," svarar Magga hneyksluð. „Kanntu ekki að fletta upp í orðabók? Ég skal útskýra þetta fyrir þér." (106-107) Fróðleikurinn er ekki einungis málfræðilegur, heldur verða börn líka nokkurs vísari um fornleifa- og náttúrufræði (faðir Rúnars stendur í að koma á fót náttúrugripasafni í þorpinu) auk þess sem rammafrásögnin um uppruna systkinanna er falleg og til þess ætluð að undirstrika að „hjörtum mannanna svipar saman…" eins og þar stendur.Sigrún Eldjárn.Sigrúnu Eldjárn tekst ákaflega vel upp með þessa sögu. Að vísu er sumt í henni heldur lítt undirbyggt eða útskýrt (eins og t.d. ástæða þess að tugþúsundára gömul múmía skuli liggja á lausu í lítilli búðarholu í New York – og hin sáraeinfalda aðferð sem síðar er notuð til að vekja þá múmíu til lífsins) en sem betur fer eru börn yfirleitt ekki neinir raunsæisþrælar, heldur taka hinu fantastíska fagnandi – og það er ég sannfærð um að þau gera við lesturinn á Náttúrugripasafninu. Niðurstaða: Hressileg saga fyrir fróðleiksfúsa og ævintýragjarna krakka.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira