Þjóðkirkja á nýju ári Sr. Þórhallur Heimisson skrifar 20. janúar 2012 06:00 Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar