Freistandi útsölur árið um kring 23. janúar 2012 11:00 Signý Sigurðardóttir er rekstrarstjóri Shop USA á Íslandi. Hún segir ávallt hægt að gera reyfarakaup og finna ótrúlegustu hluti í stærstu verslunum Bandaríkjanna á netinu. Mynd/gva ShopUSA sérhæfir sig í netverslun frá Bandaríkjunum. Fyrirtækið verður tíu ára á næsta ári og starfar nú í sex löndum: á Íslandi, Írlandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Ástralíu. Signý Sigurðardóttir er rekstrarstjóri ShopUSA á Íslandi. Hún segir fyrirtækið standa traustum fótum og stefna ótrautt að því að festa sig enn frekar í sessi. „Það er heilmikil lífsreynsla að kynnast þessum markaði,“ segir Signý. „Ég lít á mig sem sérfræðing um vöruviðskipti á milli landa en vissi lítið um neytendamarkaðinn og enn minna um netverslun þegar ég byrjaði. Að fylgjast með markaðssetningu bandarískra netverslana er afar lærdómsríkt. Þróun á þeim markaði er og hefur verið gríðarleg á undanförnum árum, en þetta er heimur sem ég vissi hreinlega ekki að væri til,“ segir Signý og hlær. „Brjálæðið í kringum þakkargjörðarhátíðina var mikil upplifun. Tilboð streymdu inn frá stærstu verslunum Bandaríkjanna og samkeppnin var gríðarleg. Að vera neytandi í þeirri virku samkeppni er óneitanlega góður kostur, og það án þess að þurfa að standa í biðröðum við verslanir, en geta í staðinn setið í rólegheitum hér á Íslandi og notið þessa alls heima í stofu.“ Signý segir Íslendinga geta gert reyfarakaup á bandarískum útsölum árið um kring. „Bandaríkjamenn eru sérfræðingar í markaðssetningu og leyfa neytendum sannarlega að njóta þess. Spennandi tilboð eru sífellt í gangi og það eina sem þarf að muna er vefslóð leitarvéla, eins og til dæmis www.froogle.com. Í leitarvélina er sett inn nafn vöru eða vörumerkis sem óskað er eftir og upp koma ótal vefsíður með ótæmandi verðmöguleikum. Það getur virkað eilítið flókið til að byrja með en lærist fljótt og verður einfaldara en að fara í búðina með tímanum,“ útskýrir Signý. Spurð hvaða vörur Íslendingar kaupa helst í gegnum ShopUSA segir Signý það vera allt milli himins og jarðar. „Fatnaður og bílavarahlutir eru langstærstu vöruflokkarnir, en líka allt þar á milli. Dæmi um vörur sem hafa vakið athygli mína og eru ekki á vegi manns dags daglega eru sláttutraktorar, snjóblásarar og golfbílar, sem fást að sjálfsögðu í Bandaríkjunum eins og ótal margt annað.“ Signý segir vetrarútsölur standa nú yfir á ShopUSA og engan skort á góðum tilboðum. „Finni maður ekki strax það sem leitað er að, þýðir það ekki að varan sé ófáanleg. Maður getur fundið nánast allt sem mann vantar á hagstæðu verði á netinu vestra. Eina veganestið sem þarf er þolinmæði til að læra hvernig þetta virkar.“ Sjá nánar á www.shopusa.is. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
ShopUSA sérhæfir sig í netverslun frá Bandaríkjunum. Fyrirtækið verður tíu ára á næsta ári og starfar nú í sex löndum: á Íslandi, Írlandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Ástralíu. Signý Sigurðardóttir er rekstrarstjóri ShopUSA á Íslandi. Hún segir fyrirtækið standa traustum fótum og stefna ótrautt að því að festa sig enn frekar í sessi. „Það er heilmikil lífsreynsla að kynnast þessum markaði,“ segir Signý. „Ég lít á mig sem sérfræðing um vöruviðskipti á milli landa en vissi lítið um neytendamarkaðinn og enn minna um netverslun þegar ég byrjaði. Að fylgjast með markaðssetningu bandarískra netverslana er afar lærdómsríkt. Þróun á þeim markaði er og hefur verið gríðarleg á undanförnum árum, en þetta er heimur sem ég vissi hreinlega ekki að væri til,“ segir Signý og hlær. „Brjálæðið í kringum þakkargjörðarhátíðina var mikil upplifun. Tilboð streymdu inn frá stærstu verslunum Bandaríkjanna og samkeppnin var gríðarleg. Að vera neytandi í þeirri virku samkeppni er óneitanlega góður kostur, og það án þess að þurfa að standa í biðröðum við verslanir, en geta í staðinn setið í rólegheitum hér á Íslandi og notið þessa alls heima í stofu.“ Signý segir Íslendinga geta gert reyfarakaup á bandarískum útsölum árið um kring. „Bandaríkjamenn eru sérfræðingar í markaðssetningu og leyfa neytendum sannarlega að njóta þess. Spennandi tilboð eru sífellt í gangi og það eina sem þarf að muna er vefslóð leitarvéla, eins og til dæmis www.froogle.com. Í leitarvélina er sett inn nafn vöru eða vörumerkis sem óskað er eftir og upp koma ótal vefsíður með ótæmandi verðmöguleikum. Það getur virkað eilítið flókið til að byrja með en lærist fljótt og verður einfaldara en að fara í búðina með tímanum,“ útskýrir Signý. Spurð hvaða vörur Íslendingar kaupa helst í gegnum ShopUSA segir Signý það vera allt milli himins og jarðar. „Fatnaður og bílavarahlutir eru langstærstu vöruflokkarnir, en líka allt þar á milli. Dæmi um vörur sem hafa vakið athygli mína og eru ekki á vegi manns dags daglega eru sláttutraktorar, snjóblásarar og golfbílar, sem fást að sjálfsögðu í Bandaríkjunum eins og ótal margt annað.“ Signý segir vetrarútsölur standa nú yfir á ShopUSA og engan skort á góðum tilboðum. „Finni maður ekki strax það sem leitað er að, þýðir það ekki að varan sé ófáanleg. Maður getur fundið nánast allt sem mann vantar á hagstæðu verði á netinu vestra. Eina veganestið sem þarf er þolinmæði til að læra hvernig þetta virkar.“ Sjá nánar á www.shopusa.is.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira