Evrópusambandið í hart gegn Írönum 24. janúar 2012 00:00 Á markaði í Teheran Íranar hafa til þessa selt um fimmtung olíu sinnar til Evrópusambandsríkjanna, en þurfa nú að finna aðra kaupendur.nordicphotos/AFP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira