Innlent

Hugnast ekki hugmyndir um þjóðstjórn

Enginn meirihluti enn Ekkert gengur í meirihlutaviðræðum í Kópavogi, Listi Kópavogsbúa vill samstarf allra flokka en það hugnast sjálfstæðismönnum ekki. Fréttablaðið/GVA
Enginn meirihluti enn Ekkert gengur í meirihlutaviðræðum í Kópavogi, Listi Kópavogsbúa vill samstarf allra flokka en það hugnast sjálfstæðismönnum ekki. Fréttablaðið/GVA
Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda „nokkurs konar þjóðstjórn".

Meirihluti Samfylkingar, Næst besta flokksins, Vinstri grænna og Lista Kópavogsbúa sprakk fyrir réttri viku og hafa síðan viðræður milli flokka staðið linnulítið en árangurslaust.

Í gær slitnaði upp úr viðræðum Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins og Sjálfstæðisflokks og bar Listi Kópavogsbúa því við, í tilkynningu, að saga einstakra bæjarstjórnarfulltrúa, auk fjölda lítilla framboða í bæjarstjórn torveldaði myndun meirihluta.

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þeim hugnaðist ekki þjóðstjórnarfyrirkomulagið.

„Það hvílir einfaldlega sú ábyrgð á okkur bæjarfulltrúum að mynda starfhæfan meirihluta sem hefur skýr markmið að leiðarljósi í þá átt að halda utan um rekstur bæjarins og koma góðum pólitískum málum til leiðar."

Ármann segist spurður um hvort til greina komi að vinna með Samfylkingunni, ekki útiloka samstarf við neinn flokk. „En það er löng leið til Samfylkingarinnar."- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×