Erlent

Fimmtán hafa fundist látnir

Talið er að laumufarþegar hafi verið um borð í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við strendur Toscana-héraðs á Ítalíu 13. janúar. Því má gera ráð fyrir að tala týndra sé hærri en greint var frá í fyrstu.

Kafarar hafa fundið lík þriggja kvenna í skipinu síðustu tvo daga og fór þá tala látinna í fimmtán. Ein konan var þó hvorki skráður farþegi né starfsmaður á skipinu. Opinber tala þeirra sem saknað er er komin niður í nítján samkvæmt nýjustu talningu.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×