Innlent

Safna svo fáist augnlæknir

hjá lækni Augnlæknar fást ekki á Blönduós. Myndin er úr safni.fréttablaðið/pjetur
hjá lækni Augnlæknar fást ekki á Blönduós. Myndin er úr safni.fréttablaðið/pjetur
Augnlæknir fæst ekki lengur til starfa á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi vegna tækjaskorts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollvinasamtökum HSB um söfnunarátak fyrir nýjum búnaði fyrir HSB.

Í tilkynningunni segir að felld hafi verið úr gildi lög um augnlækningaferðir og um leið þær skyldur sem ríkið hafði vegna slíkra ferða. Nýr tækjabúnaður kostar um 600 þúsund krónur en engin fjárveiting fæst frá ríkisvaldinu. Þá þarf að endurnýja annað tæki, blöðruskanna, sem kostar um tvær milljónir. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×