Þjarkað áfram um skuldir Grikklands 25. janúar 2012 01:30 Á fundi í Brussel Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, á fundi með fjármálaráðherrum Evrópusambandsins í Brussel. Francois Baroin og Margrethe Vestager, fjármálaráðherrar Frakklands og Danmerkur, skiptast einnig á orðum. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira