Innlent

Nauðgun enn til rannsóknar hjá lögreglu

Ein nauðgun sem kærð var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra er enn til rannsóknar hjá lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni á Selfossi, sem sér um rannsókn á kynferðisbrotum sem tilkynnt eru í Vestmannaeyjum, voru fjórar nauðganir kærðar á Þjóðhátíð í fyrra. Ein nauðgun til viðbótar var tilkynnt, en konan kærði aldrei formlega.

Samtals voru þá fimm nauðganir tilkynntar og allar meðan á hátíðinni stóð. Engin tilkynning um kynferðisbrot kom eftir að henni lauk.

Búið er að ákæra og dæma geranda í einu nauðgunarmálinu. Fékk sá fimm ára fangelsisdóm og var það annar nauðgunardómur hans. Rannsókn á annarri nauðgun eftir Þjóðhátíð er á lokastigi og verður send til ríkissaksóknara á næstunni. Tvö mál voru látin niður falla. Konurnar fimm sem tilkynntu nauðganirnar eru fæddar frá 1988 til 1993. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×