Innlent

Vonar að línur skýrist bráðlega

Guðríður 
Arnardóttir
Guðríður Arnardóttir
Línur eru ekki enn farnar að skýrast að ráði í bæjarstjórnarmálum í Kópavogi, en viðræður um meirihlutamyndun hafa nú staðið í rúma viku án árangurs.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að dagurinn hefði verið tíðindalítill.

„Menn hafa verið að ræða saman, en það eru ekki komnar neinar skýrar línur í stöðuna. Ég vona að málin fari að skýrast fyrir helgi."

Sex listar eiga fulltrúa í bæjarstjórn en sex fulltrúa hið minnsta þarf til að mynda meirihluta.

Bæjarstjórn fundaði í gær. Þar var því hafnað að taka til umræðu fulltrúa Næst besta flokksins um að í stað meirihlutasamstarfs yrði komið á samvinnu allra flokka í stjórn bæjarins.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×