Frumvarp innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Ögmundur Jónasson sagði á þingi í gær að hann mundi leggja áherslu á að flýta framlagningu þess á þingi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherra út í frumvarpið. Hún minnti á að fyrir lægi þingmannafrumvarp um sama efni og vildi fá stjórnarfrumvarpið sem fyrst inn í þing. Ögmundur sagði að það væri gríðarlega mikilvægt að skilgreina hvað átt væri við með forvirkum rannsóknarheimildum. Sjálfur teldi hann að þær ættu aðeins við í skipulagðri glæpastarfsemi.- kóp
Innlent