Kafteinn Evrópa og þjóðernishyggjan Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun