Gætu þurft að borga yfirvöldum 26. janúar 2012 05:30 Keflavíkurflugvöllur Atvinnurekendur á Keflavíkurflugvelli gætu þurft að greiða gjald til yfirvalda til að fá aðgangspassa fyrir starfsmenn. Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira