Innlent

Skákdagurinn haldinn í dag

Stórmeistari Skákdagurinn er haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni, stórmeistara og brautryðjenda í íslensku skáklífi. Fréttablaðið/Anton
Stórmeistari Skákdagurinn er haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni, stórmeistara og brautryðjenda í íslensku skáklífi. Fréttablaðið/Anton
Skákdagur Íslands er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar.

Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu við skóla, íþróttafélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga.

Skákdagurinn er einmitt helgaður Friðriki og framlagi hans til íslenskrar skáklistar og samfélagsins í heild.

Fjölmargir og fjölbreyttir viðburðir verða um allt land í dag og mun Friðrik taka virkan þátt í hátíðarhöldunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

Meðal annars mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, halda móttöku á Bessastöðum til heiðurs Friðriki, en meðal einstakra viðburða má nefna fjöltefli í Laugardalslaug og skákhátíð á Akureyri ásamt því að teflt verður í skólum víða um land.

Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Skákakademíunnar, skakakademia.is.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×