Innlent

Segja skýrsluna meingallaða

Undirskriftir Hagsmunasamtök heimilanna ætla að leita til forseta Íslands með undirskriftir 37 þúsund manna sem vilji leiðréttingu á lánum.
Fréttablaðið/GVA
Undirskriftir Hagsmunasamtök heimilanna ætla að leita til forseta Íslands með undirskriftir 37 þúsund manna sem vilji leiðréttingu á lánum. Fréttablaðið/GVA
Skýrsla Hagfræðideildar Háskóla Íslands um kostnað við niðurfærslu íbúðarlána er meingölluð að mati Hagsmunasamtaka heimilanna.

Í athugasemdum samtakanna segir að skýrslan eyði fráleitt óvissunni um svigrúm bankanna til niðurfærslu lána vegna afsláttar sem þeir hafi fengið af lánasöfnum við yfirfærslu frá gömlu bönkunum.

Niðurstaða sérfræðinga Hagfræðideildar HÍ var sú að almenn niðurfærsla á lánum um 18,7 prósent myndi kosta ríkið ríflega 200 milljarða króna.

Hagsmunasamtökin segja skýrsluhöfunda ekki leggja mat á hvernig nýju bankarnir hafi hagnast um samtals 172,5 milljarða frá október 2008 til október 2011.

Hagsmunasamtökin telja nú fullreynt að ríkisstjórnin eða fjármálakerfið muni leysa málið. Ekki sé heldur að vænta endurskoðunar og uppstokkunar frá „háskólaelítunni" né lífeyrissjóðum.

Því munu samtökin leita til forseta Íslands með 37 þúsund undirskriftir sem safnast hafi til stuðnings kröfum um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×