Sýndarsamráð við foreldra 26. janúar 2012 06:00 Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar