Útbrunnin umræðuhefð 26. janúar 2012 06:00 Íslensk samskiptahefð hefur um nokkurt skeið helst gengið út á að gera þann sem er ekki sammála þér í einu og öllu að persónugervingi hins illa. Er það í sjálfu sér rannsóknarefni hvers vegna samskipti á opinberum vettvangi eru svona neikvæð og málamiðlanir og samvinna fjarlægur kostur. Um það er sem betur fer rætt þessa dagana. Hatrömm og tilfinningaþrungin samskipti manna eru engum til gagns, allra síst þjóðarskútunni. Sá heimur sem maðurinn skapar, verður spegilmynd af sjálfum honum. Stjórnmálaumræðan er hér næsta útbrunnin og öll málefni í meira lagi sundurlaus. Það er mikilvægt að menn færi rök fyrir skoðunum sínum, því þá þjálfa þeir á sama tíma hugsun sína og skilning og jafnframt hugsun þeirra sem fylgjast með orðræðunni. Í fjölmennum samfélögum lærist mörgum snemma að virða viðurkennda samskiptasiði ef þeir vilja ná markmiðum sínum og gera samfélagið ánægjulegra. Meðal annars að sýna nærgætni, áhuga og virðingu í hvers konar mannlegum samskiptum. Í því samhengi er fjallað um mikilvægi þess sem kallað er social capital eða félagslegur auður og við Íslendingar þurfum að rækja betur, ekki síst til að ná okkur út úr efnahagsörðugleikunum. Frelsi og jafnrétti – af hverju ekki líka bræðralag. Er það ekki misskilningur að það hugtak sé gamaldags ? Evrópusambandið er samband fullvalda lýðræðisríkja sem hafa ákveðið að hafa með sér mjög nána samvinnu. Um töku ákvarðana innan þessa samstarfs gilda ákveðnar reglur. Samvinna þeirra og ákvarðanir krefjast samráðs, samskiptahæfni fulltrúa þeirra og virðingar fyrir málefnum hverrar aðildarþjóðar. Áhugavert væri að sjá þróun íslenskrar umræðu- og samskiptahefðar í því umhverfi. Það væri góður skóli og líklega sá eini sem er í boði á því sviði. Hvernig eflum við framtíð þjóðarinnar ?Leita þarf allra leiða til að tryggja farsæla framtíð þjóðarinnar. Af henni höfum við áhyggjur. Eru stjórnmálaflokkarnir að efla okkur trú á betri tíð á Íslandi með blóm í haga? Hugsanlega felast mestir möguleikar í þeirri ákvörðun Alþingis að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort aðild að sambandinu væri okkur hagstæð eða ekki að mati kosningabærra manna. Enginn getur sagt til um það fyrirfram hvað út úr þeim viðræðum kemur, þótt öðru sé stundum haldið fram. Það er mikilvægt að nýta þetta tækifæri til þess að yfirfara alla okkar hagsmuni gagnrýnum augum og vinna að úrbótum á þeim sviðum sem nauðsyn ber til. Spyrja í einstökum tilvikum hvernig þetta væri ef við værum aðilar að ESB! Ef til vill hafa einhverjir stjórnmálaflokkar þessar spurningar uppi innan sinna vébanda þótt það fari ekki hátt. Ljóst má vera að meirihluti þjóðarinnar styður vestræna samvinnu. Það er því fullt tilefni til að skoða það ítarlega með sama hætti og Norðmenn hvort það sé okkur ekki fyrst og fremst til vansa að vera ekki meðal þátttökuþjóðanna af fullum þunga, í stað þess að veita einhliða viðtöku löggjöf og reglum sem þær ákveða á grundvelli EES samningsins. Annars er samanburður á aðstöðu Íslands og Noregs alltaf önugur, því staðreyndin er sú að Norðmenn eru efnaðir, en Íslendingar berjast í bökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk samskiptahefð hefur um nokkurt skeið helst gengið út á að gera þann sem er ekki sammála þér í einu og öllu að persónugervingi hins illa. Er það í sjálfu sér rannsóknarefni hvers vegna samskipti á opinberum vettvangi eru svona neikvæð og málamiðlanir og samvinna fjarlægur kostur. Um það er sem betur fer rætt þessa dagana. Hatrömm og tilfinningaþrungin samskipti manna eru engum til gagns, allra síst þjóðarskútunni. Sá heimur sem maðurinn skapar, verður spegilmynd af sjálfum honum. Stjórnmálaumræðan er hér næsta útbrunnin og öll málefni í meira lagi sundurlaus. Það er mikilvægt að menn færi rök fyrir skoðunum sínum, því þá þjálfa þeir á sama tíma hugsun sína og skilning og jafnframt hugsun þeirra sem fylgjast með orðræðunni. Í fjölmennum samfélögum lærist mörgum snemma að virða viðurkennda samskiptasiði ef þeir vilja ná markmiðum sínum og gera samfélagið ánægjulegra. Meðal annars að sýna nærgætni, áhuga og virðingu í hvers konar mannlegum samskiptum. Í því samhengi er fjallað um mikilvægi þess sem kallað er social capital eða félagslegur auður og við Íslendingar þurfum að rækja betur, ekki síst til að ná okkur út úr efnahagsörðugleikunum. Frelsi og jafnrétti – af hverju ekki líka bræðralag. Er það ekki misskilningur að það hugtak sé gamaldags ? Evrópusambandið er samband fullvalda lýðræðisríkja sem hafa ákveðið að hafa með sér mjög nána samvinnu. Um töku ákvarðana innan þessa samstarfs gilda ákveðnar reglur. Samvinna þeirra og ákvarðanir krefjast samráðs, samskiptahæfni fulltrúa þeirra og virðingar fyrir málefnum hverrar aðildarþjóðar. Áhugavert væri að sjá þróun íslenskrar umræðu- og samskiptahefðar í því umhverfi. Það væri góður skóli og líklega sá eini sem er í boði á því sviði. Hvernig eflum við framtíð þjóðarinnar ?Leita þarf allra leiða til að tryggja farsæla framtíð þjóðarinnar. Af henni höfum við áhyggjur. Eru stjórnmálaflokkarnir að efla okkur trú á betri tíð á Íslandi með blóm í haga? Hugsanlega felast mestir möguleikar í þeirri ákvörðun Alþingis að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort aðild að sambandinu væri okkur hagstæð eða ekki að mati kosningabærra manna. Enginn getur sagt til um það fyrirfram hvað út úr þeim viðræðum kemur, þótt öðru sé stundum haldið fram. Það er mikilvægt að nýta þetta tækifæri til þess að yfirfara alla okkar hagsmuni gagnrýnum augum og vinna að úrbótum á þeim sviðum sem nauðsyn ber til. Spyrja í einstökum tilvikum hvernig þetta væri ef við værum aðilar að ESB! Ef til vill hafa einhverjir stjórnmálaflokkar þessar spurningar uppi innan sinna vébanda þótt það fari ekki hátt. Ljóst má vera að meirihluti þjóðarinnar styður vestræna samvinnu. Það er því fullt tilefni til að skoða það ítarlega með sama hætti og Norðmenn hvort það sé okkur ekki fyrst og fremst til vansa að vera ekki meðal þátttökuþjóðanna af fullum þunga, í stað þess að veita einhliða viðtöku löggjöf og reglum sem þær ákveða á grundvelli EES samningsins. Annars er samanburður á aðstöðu Íslands og Noregs alltaf önugur, því staðreyndin er sú að Norðmenn eru efnaðir, en Íslendingar berjast í bökkum.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar