Innlent

Hæstiréttur vítir lögreglu og dómara

Kveður fast að orði Hæstiréttur er verulega óánægður með vinnubrögð lögreglu, ákæruvalds og héraðsdóms.
Fréttablaðið/e.ól
Kveður fast að orði Hæstiréttur er verulega óánægður með vinnubrögð lögreglu, ákæruvalds og héraðsdóms. Fréttablaðið/e.ól
Saksóknari í máli gegn grunuðum fíkniefnasmyglara lagði fyrir héraðsdóm upptöku af trúnaðarsamtali sakborningsins við verjanda sinn án þess að dómarar gerðu nokkra athugasemd við það.

Þetta kemur fram í nýgengnum dómi Hæstaréttar, sem vítir lögreglu, saksóknara og héraðsdómarana þrjá fyrir þessa handvömm, lögregluna fyrir að stöðva ekki upptökuna þegar maðurinn ræddi við verjanda sinn, saksóknara fyrir að leggja upptökuna fram og dóminn fyrir að gera ekki athugasemd.

Sakborningurinn hlaut tveggja ára fangelsisdóm í héraði fyrir að skipuleggja innflutning á tveimur kílóum af kókaíni, sem reyndar hafa aldrei fundist. Hæstiréttur sýknar hann hins vegar.

Sakfellingin var byggð á framburði tveggja manneskja, burðardýrs og unnustu þess, við skýrslutöku hjá lögreglu, en hvort tveggja hélt fram að maðurinn hefði skipulagt smyglið. Fólkið dró það svo til baka fyrir dómi. Þar sem dómur skal byggja á framburði fyrir dómi kemst Hæstiréttur að því að engar sannanir séu fyrir aðild málsins, jafnvel þótt skýringar fólksins á sinnaskiptunum séu ótrúverðugar. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×