Erlent

Vilja forrit sem les Facebook

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur leitað til hugbúnaðarhönnuða um að búa til forrit sem geri FBI kleift að leita að ýmiss konar upplýsingum á samskiptavefjum á borð við Facebook og Twitter.

Forritin eiga að safna upplýsingum af síðunum og leita uppi samskipti sem tengst gætu glæpum og hryðjuverkum, að því er fram kemur í frétt BBC. Þá eiga þau einnig að vera með leitarmöguleika á samskiptasíðunum.

Samtök sem berjast fyrir frelsi fólks til að tjá sig á netinu vara við áhrifum slíkrar gagnasöfnunar á tjáningarfrelsi almennings.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×