Stutt og laggott Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2012 14:00 Bíó. Chronicle. Leikstjórn: Josh Trank. Leikarar: Dane DeHaan, Michael B. Jordan, Alex Russell, Michael Kelly, Ashley Hinshaw, Anna Wood, Joe Vaz. Þrír unglingspiltar rannsaka dularfulla holu í jörðu og komast í snertingu við undarlega veru, mögulega utan úr geimnum, sem veitir þeim yfirnáttúrulega krafta. Þeir geta fært hluti úr stað með hugarorkunni og til að byrja með nýta þeir hæfileika sína í hrekki og sprell. En fljótlega verður máttur þeirra það öflugur að þeim hættir að lítast á blikuna. Chronicle er gerð í svokölluðum „found footage"-stíl, en kvikmyndagerð af því tagi hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Til glöggvunar nefni ég kvikmyndirnar The Blair Witch Project og Paranormal Activity sem dæmi um myndir sem notast við þessa vandmeðförnu aðferð, en hvorugri tókst að verða annað en eftirvæntingarbóla sem sprakk fljótt. Hér er hins vegar vandað til verka og skilar það sér í miklu betri mynd. Stígandinn er hægur og atburðarásin skemmtileg. Hasarinn byrjar seint en myndin kemst upp með það vegna þess að það er svo gaman að fylgjast með drengjunum uppgötva nýja vinkla á hæfileikum sínum. Þeir eru ágætlega leiknir og þá helst aðalpersónan, Andrew, en hann er sá sem sér um myndatökuna að mestu. Pabbi hans er drykkfelld steríótýpa sem beitir son sinn bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, en nærvera hans er óhugguleg og uppgjör milli feðganna virðist óumflýjanlegt. Þessi rétt rúmlega 80 mínútna mynd nær að gera heilmikið á stuttum tíma. Klippingin er til fyrirmyndar og mögulegur langdreginn óþarfi hefur allur endað í ruslinu. Brellurnar eru ágætar en fyrst og fremst er það þétt og fjörugt handrit sem gerir Chronicle að því sem hún er. Niðurstaða: Fínasta skemmtun en við sjóndeildarhringinn sé ég flóðbylgju af ömurlegum framhaldsmyndum. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. Chronicle. Leikstjórn: Josh Trank. Leikarar: Dane DeHaan, Michael B. Jordan, Alex Russell, Michael Kelly, Ashley Hinshaw, Anna Wood, Joe Vaz. Þrír unglingspiltar rannsaka dularfulla holu í jörðu og komast í snertingu við undarlega veru, mögulega utan úr geimnum, sem veitir þeim yfirnáttúrulega krafta. Þeir geta fært hluti úr stað með hugarorkunni og til að byrja með nýta þeir hæfileika sína í hrekki og sprell. En fljótlega verður máttur þeirra það öflugur að þeim hættir að lítast á blikuna. Chronicle er gerð í svokölluðum „found footage"-stíl, en kvikmyndagerð af því tagi hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Til glöggvunar nefni ég kvikmyndirnar The Blair Witch Project og Paranormal Activity sem dæmi um myndir sem notast við þessa vandmeðförnu aðferð, en hvorugri tókst að verða annað en eftirvæntingarbóla sem sprakk fljótt. Hér er hins vegar vandað til verka og skilar það sér í miklu betri mynd. Stígandinn er hægur og atburðarásin skemmtileg. Hasarinn byrjar seint en myndin kemst upp með það vegna þess að það er svo gaman að fylgjast með drengjunum uppgötva nýja vinkla á hæfileikum sínum. Þeir eru ágætlega leiknir og þá helst aðalpersónan, Andrew, en hann er sá sem sér um myndatökuna að mestu. Pabbi hans er drykkfelld steríótýpa sem beitir son sinn bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, en nærvera hans er óhugguleg og uppgjör milli feðganna virðist óumflýjanlegt. Þessi rétt rúmlega 80 mínútna mynd nær að gera heilmikið á stuttum tíma. Klippingin er til fyrirmyndar og mögulegur langdreginn óþarfi hefur allur endað í ruslinu. Brellurnar eru ágætar en fyrst og fremst er það þétt og fjörugt handrit sem gerir Chronicle að því sem hún er. Niðurstaða: Fínasta skemmtun en við sjóndeildarhringinn sé ég flóðbylgju af ömurlegum framhaldsmyndum.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira