Það er ljótt að skilja útundan herra borgarstjóri Soffía Ámundadóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi niðurfellingu neysluhlés leikskólakennara borgarinnar. Ég er leikskólasérkennari og hef starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg.Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfsánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar.Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf.Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna manneklu líkt og gerist í grunnskólanum. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slítandi til lengri tíma litið.Leikskólakennarar missa/sleppa undirbúningstíma vegna manneklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greiddir ef leikskólakennari fær ekki sinn undirbúning, en það er yfirvinnubann hjá Reykjavíkurborg.Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðingarorlof? Ekki Ísland.Leikskólakennarar stóðu í kjarabaráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náðum fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leikskólans. Sem sagt Reykjavíkurborg ætlar að éta upp þann ávinning sem leikskólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð! Það á að vera hagur Reykjavíkurborgar að hafa fagmenntað fólk í leikskólum borgarinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30% starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borginni til framdráttar. Með aðgerðum sem þessum fer þessi tala lækkandi svo einfalt er það. En hvað getum við leikskólakennarar gert til að mótmæla þessari framkomu?Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi.Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er.Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er.Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk!Við getum farið út af leikskólanum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta EKKI yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoðun, jafnrétti og heiðarlega framkomu herra borgarstjóri, Soffía Ámundadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi niðurfellingu neysluhlés leikskólakennara borgarinnar. Ég er leikskólasérkennari og hef starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg.Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfsánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar.Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf.Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna manneklu líkt og gerist í grunnskólanum. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slítandi til lengri tíma litið.Leikskólakennarar missa/sleppa undirbúningstíma vegna manneklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greiddir ef leikskólakennari fær ekki sinn undirbúning, en það er yfirvinnubann hjá Reykjavíkurborg.Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðingarorlof? Ekki Ísland.Leikskólakennarar stóðu í kjarabaráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náðum fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leikskólans. Sem sagt Reykjavíkurborg ætlar að éta upp þann ávinning sem leikskólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð! Það á að vera hagur Reykjavíkurborgar að hafa fagmenntað fólk í leikskólum borgarinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30% starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borginni til framdráttar. Með aðgerðum sem þessum fer þessi tala lækkandi svo einfalt er það. En hvað getum við leikskólakennarar gert til að mótmæla þessari framkomu?Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi.Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er.Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er.Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk!Við getum farið út af leikskólanum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta EKKI yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoðun, jafnrétti og heiðarlega framkomu herra borgarstjóri, Soffía Ámundadóttir
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar