Sæll Sighvatur Björgvinsson Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins.
Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun