Ólafur Elíasson vill bæta lífsgæði milljóna með sólarknúnum lampa 13. febrúar 2012 16:00 Ólafur vonast til að lampinn muni í framtíðinni bæta lífsgæði fólks á svæðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira