Bless, Jakobína Sighvatur Björgvinsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að „þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“. Stöku sinnum „geysist hins vegar fram á völlinn leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn með illa ígrundaðar fullyrðingar“. Doktorsnemanum þykir sem sé ekki við hæfi að fólk eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn tjái sig um menntunarmál. Auk þess segir hún að ég sé hvergi nærri nógu menntaður til þess að geta haft á þeim markverða skoðun. Svona er víst talað úr fílabeinsturnunum. En hvers eiga veðurfræðingar að gjalda? Samt segir doktorsneminn: „Vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings“. Hún nefnir hins vegar ekki með einu orði hvað beri að gera til þess að ráða bót á því. Þó hún vilji helst meina mér það get ég þó ekki látið hjá líða að nefna aftur hann pabba minn. Hefði Jakobína Ingunn Ólafsdóttir verið kennari hjá honum og ekki náð meiri árangri með bekkinn sinn eftir tíu ára starf en svo að fjórði hver drengur í bekknum hefði ekki getað lesið sér til skilnings hefði hann pabbi minn ekki endurráðið hana til kennslu barna vestur á Ísafirði. Það hefði svo sem verið í lagi. Hún hefði þá bara getað farið í doktorsnám í menntunarfræðum. Í lokin ræðir doktorsneminn um grunnskólann á síðustu öld. Hún segir: „Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.“ Nú sé ég ekki betur af myndinni, sem greininni fylgdi, en að doktorsneminn hafi – rétt eins og ég – hlotið sitt uppeldi í grunnskólum síðustu aldar. Ég er nú þokkalega ánægður með það grunnskólauppeldi sem ég hlaut. Doktorsneminn telur sig hins vegar hafa hlotið þar afleitt uppeldi. Mikið er það nú leiðinlegt. En fólk ber víst uppeldisins merki. Svo er sagt. Við náum því örugglega ekki saman – enda sitt hvorum megin veggjar fílabeinsturnsins. Bless, Jakobína. Farnist þér vel í þínu námi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að „þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“. Stöku sinnum „geysist hins vegar fram á völlinn leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn með illa ígrundaðar fullyrðingar“. Doktorsnemanum þykir sem sé ekki við hæfi að fólk eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn tjái sig um menntunarmál. Auk þess segir hún að ég sé hvergi nærri nógu menntaður til þess að geta haft á þeim markverða skoðun. Svona er víst talað úr fílabeinsturnunum. En hvers eiga veðurfræðingar að gjalda? Samt segir doktorsneminn: „Vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings“. Hún nefnir hins vegar ekki með einu orði hvað beri að gera til þess að ráða bót á því. Þó hún vilji helst meina mér það get ég þó ekki látið hjá líða að nefna aftur hann pabba minn. Hefði Jakobína Ingunn Ólafsdóttir verið kennari hjá honum og ekki náð meiri árangri með bekkinn sinn eftir tíu ára starf en svo að fjórði hver drengur í bekknum hefði ekki getað lesið sér til skilnings hefði hann pabbi minn ekki endurráðið hana til kennslu barna vestur á Ísafirði. Það hefði svo sem verið í lagi. Hún hefði þá bara getað farið í doktorsnám í menntunarfræðum. Í lokin ræðir doktorsneminn um grunnskólann á síðustu öld. Hún segir: „Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.“ Nú sé ég ekki betur af myndinni, sem greininni fylgdi, en að doktorsneminn hafi – rétt eins og ég – hlotið sitt uppeldi í grunnskólum síðustu aldar. Ég er nú þokkalega ánægður með það grunnskólauppeldi sem ég hlaut. Doktorsneminn telur sig hins vegar hafa hlotið þar afleitt uppeldi. Mikið er það nú leiðinlegt. En fólk ber víst uppeldisins merki. Svo er sagt. Við náum því örugglega ekki saman – enda sitt hvorum megin veggjar fílabeinsturnsins. Bless, Jakobína. Farnist þér vel í þínu námi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar