Pönkast í bransanum á Eddunni 18. febrúar 2012 13:00 Logi veit ekki hversu langt hann ætlar að ganga í gríninu á Eddunni í kvöld. „Þetta á eftir að vera skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson. Logi Bergmann verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni í Gamla bíói í kvöld. Starf kynnisins virðist æ meira snúast um að gera grín að bransanum, en hinn breski Ricky Gervais hefur til að mynda vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á Golden Globe-verðlaunahátíðum síðustu þriggja ára. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar Logi að varpa bombum. „Ég veit það ekki,“ segir hann og hlær. „Mér finnst að maður eigi að vera skemmtilegur, og ef ég móðga einhvern, þá verður bara að hafa það. Er það ekki?“ Logi segir það skyldu sjónvarpsmanna að reyna að vera skemmtilegir. Sjálfur ætlar hann að reyna. „Maður getur gert grín að hlutunum, en maður má ekki vera mjög dónalegur,“ segir hann. „Það er hægt að segja ótrúlegustu hluti ef þeir eru fyndnir. Það er annað mál ef maður er að drulla yfir fólk. En mér finnst að það mætti aðeins pönkast í fólki. Ég veit ekki hvað ég geng langt, það fer eftir því hvernig hlutirnir raðast.“ Logi kynnti síðast Edduverðlaunin fyrir áratug og segist ekki muna hvenær hann vann síðast, en í ár er þáttur hans Spurningabomban tilnefndur sem skemmtiþáttur ársins. Logi er spenntur fyrir verkefninu og segir af nægu að taka. „Þetta er búið að vera ágætisár. Það er heilmikið búið að gerast. Ekki hægt að kvarta undan því,“ segir hann. Hátíðin verður sýnd á Stöð 2 og hefst klukkan 21.- afb Golden Globes Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Sjá meira
„Þetta á eftir að vera skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson. Logi Bergmann verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni í Gamla bíói í kvöld. Starf kynnisins virðist æ meira snúast um að gera grín að bransanum, en hinn breski Ricky Gervais hefur til að mynda vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á Golden Globe-verðlaunahátíðum síðustu þriggja ára. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar Logi að varpa bombum. „Ég veit það ekki,“ segir hann og hlær. „Mér finnst að maður eigi að vera skemmtilegur, og ef ég móðga einhvern, þá verður bara að hafa það. Er það ekki?“ Logi segir það skyldu sjónvarpsmanna að reyna að vera skemmtilegir. Sjálfur ætlar hann að reyna. „Maður getur gert grín að hlutunum, en maður má ekki vera mjög dónalegur,“ segir hann. „Það er hægt að segja ótrúlegustu hluti ef þeir eru fyndnir. Það er annað mál ef maður er að drulla yfir fólk. En mér finnst að það mætti aðeins pönkast í fólki. Ég veit ekki hvað ég geng langt, það fer eftir því hvernig hlutirnir raðast.“ Logi kynnti síðast Edduverðlaunin fyrir áratug og segist ekki muna hvenær hann vann síðast, en í ár er þáttur hans Spurningabomban tilnefndur sem skemmtiþáttur ársins. Logi er spenntur fyrir verkefninu og segir af nægu að taka. „Þetta er búið að vera ágætisár. Það er heilmikið búið að gerast. Ekki hægt að kvarta undan því,“ segir hann. Hátíðin verður sýnd á Stöð 2 og hefst klukkan 21.- afb
Golden Globes Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Sjá meira