Innlent

Telja uppruna frekar skipta máli

Unglingar Rannsóknin hófst haustið 2010 og er til þriggja ára. Niðurstöðurnar nú eru aðeins lítið brot af þeim upplýsingum sem óskað er eftir.nordicphotos/getty
Unglingar Rannsóknin hófst haustið 2010 og er til þriggja ára. Niðurstöðurnar nú eru aðeins lítið brot af þeim upplýsingum sem óskað er eftir.nordicphotos/getty Nordicphotos/getty
Framhaldsskólanemar sem eiga foreldra frá öðru landi en Íslandi eru líklegri til að telja menningu sína og uppruna mikilvæga en börn sem eiga bara íslenska foreldra.

Þetta er meðal fyrstu niðurstaðna viðamikillar rannsóknar á lífsviðhorfum og lífsgildi ungmenna í fjölmenningarsamfélagi. Rannsóknin var kynnt á málstofu um framhaldsskólarannsóknir í síðustu viku.

Um var að ræða fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar, sem er ekki enn lokið. Rannsóknin hefur verið lögð fyrir nemendur í fjórum framhaldsskólum en þrír til viðbótar taka þátt í henni.

81 prósent ungmenna sagðist vera þeirrar skoðunar að menning og uppruni skipti þau miklu máli. Hlutfallið var 89 prósent hjá nemendum sem bjuggu hjá foreldrum í blandaðri sambúð, þar sem annað foreldri kemur frá öðru landi, en 79 prósent hjá þeim ungmennum sem bjuggu hjá foreldrum af íslenskum uppruna.

Gunnar J. Gunnarsson, Gunnar E. Finnbogason, Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir hafa unnið að rannsókninni. Hún hófst haustið 2010 og er skipulögð til þriggja ára. Byggt er á þverfaglegri nálgun mismunandi fræða og margar rannsóknaraðferðir verða notaðar til að fá sem fjölbreyttastar niðurstöður. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×