Milljarður í áætlun sem óvissa ríkir um Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. febrúar 2012 05:30 Þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsá eru í nýtingarflokki samkvæmt tillögu starfshóps. Deilt er um þær virkjanir á milli stjórnarflokkanna. Fréttablaðið/Anton Unnið hefur verið að rammaáætlun síðan árið 1999. Þremur verkefnisstjórnum og nokkrum skýrslum síðar er enn deilt um útkomu hennar og það sem meira er; sjálfar forsendurnar fyrir henni. Stjórnarflokkunum gengur illa að koma sér niður á endanlega flokkun náttúrusvæða og málið gæti reynst þeim erfitt. Framkvæmd rammaáætlunar hófst með skipan verkefnisstjórnar vorið 1999. Verkefnið hét þá reyndar rammaáætlun um nýtingu vatnsorku og jarðvarma og 1. áfanga lauk í ársbyrjun 2003 með mati og samanburði á 35 virkjunarkostum vatnsafls og jarðvarma, en yfirskrift áfangans var nýting. Þeir voru flokkaðir í fimm flokka eftir umhverfisáhrifum, aðra fimm eftir heildarhagnaði og fimm eftir arðsemi. Ný verkefnisstjórn var skipuð til að vinna 2. áfanga, þar sem yfirskriftin var vernd og nýting. Hún skilaði af sér skýrslu vorið 2007 og þriðja verkefnastjórnin var þá skipuð. Eftir því sem áherslan varð meiri á umhverfisþættina fékk áætlunin nýtt heiti; rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Kostirnir flokkaðirKatrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.Verkefnastjórnin skilaði síðan af sér skýrslu árið 2011 og var þar að finna lista yfir virkjanakosti. Iðnaðarráðherra skipaði síðan nefnd sem fór yfir niðurstöðurnar og skilaði drögum að þingsályktunartillögu til ráðherra. Þau fóru í umsagnarferli og síðan átti að leggja þingsályktunartillögu fyrir Alþingi í janúar. Það hefur hins vegar dregist. Að einhverju leyti kann það að skýrast af þeim mikla fjölda umsagna sem bárust, en þær voru alls 225. Hins vegar hljóta stjórnvöld að hafa gert ráð fyrir fjölda umsagna í öðru eins hitamáli. Það sem fyrst og fremst skýrir töfina er hins vegar að illa gengur að ná saman um tillöguna. Hún flokkar kosti í nýtingar-, verndar- eða biðflokk og það virðist vera að renna upp fyrir ansi mörgum hvað sú flokkun þýðir. Að sé svæði komið í nýtingarflokk, eftir allt þetta ferli, þá sé til lítils að ætla sér að berjast gegn nýtingu þess. Forsendurnar vefengdarSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.Ummæli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þingi í síðustu viku vöktu einnig athygli. Þar sagðist hún hugsi yfir því að núverandi kynslóð ætti að ákveða fyrir hönd komandi kynslóða hvað yrði virkjað og hvað ekki. „Ég hef velt upp þeirri spurningu í hvaða stöðu núlifandi kynslóð er að setja sig gagnvart framtíðinni með því að taka þessar ákvarðanir í eitt skipti fyrir öll, en fyrst og fremst er þetta mjög mikilvægt ferli sem ég er alveg handviss um að er náttúruvernd til framdráttar," sagði Svandís í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Þessi ummæli ganga í raun gegn grunnforsendu rammaáætlunar og þvert gegn ummælum Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Hún hefur lagt áherslu á að áætlunin lyfti þjóðinni upp yfir þær deilur sem klofið hafa hana í virkjanamálum. „Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda," sagði hún í grein í Fréttablaðinu 12. október 2011. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir hins vegar að mikilvægt sé að málið nái fram að ganga og komi inn í þingið. Í umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um frumvarpsdrögin var lýst yfir stuðningi við þá aðferðafræði að skipta virkjanahugmyndum upp í verndar-, nýtingar- og biðflokk. „Sú afstaða okkar hefur ekkert breyst. Við teljum að það sé betra fyrir framtíðarstefnumótun og fyrir alla aðila. Hins vegar lögðum við til viðamiklar breytingar á öllum flokkum og færðum góð og gild rök fyrir því." Deilur um einstaka kostiGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.Ekki náðist í umhverfisráðherra við vinnslu þessarar fréttar, en 13. febrúar sagði hún rammaáætlun vera forgangsverkefni hjá sér og Oddnýju G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra. Ekki náðist heldur í Oddnýju í gær. Málið er á forræði ráðherranna tveggja sem vinna upp úr tillögu starfshópsins og þeim umsögnum sem bárust. Verkefnið er að ná sátt sem hægt er að kynna fyrir ríkisstjórn og síðan þingflokkum stjórnarflokkanna. Fæðing þeirrar sáttar virðist hins vegar vera erfið. Raunar ætti það kannski ekki að koma á óvart, það að segja í eitt skipti fyrir öll að ákveðin svæði verði virkjuð og önnur vernduð er ekki auðvelt verkefni. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að helst standi styrinn um tvö svæði á hálendinu, Strokköldu og Hágöngur. Þá er deilt um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og einnig um svæði á Reykjanesinu. Þá má segja að deilur snúi einnig að því hversu hratt eigi að ganga fram í jarðvarmavirkjun almennt. Tíminn líðurRammaáætlun hefur verið lengi í smíðum og virðist vera á lokametrunum. Hún hefur reyndar verið nokkuð lengi á þeim metrum. Samkvæmt þingsköpum verður að leggja fram frumvörp fyrir 1. apríl til að þau verði tekin á dagskrá, ella verður að leita afbrigða. Ætli stjórnin sér að ljúka þessu máli verður hún hins vegar að ná sátt um það innan eigin raða. Það skyldi þó aldrei verða að það verði umhverfismál sem sprengi þessa stjórn sem farið hefur í gegnum hvert stóra málið á fætur öðru á líftíma sínum? Hver afdrif rammaáætlunar yrðu hjá nýrri ríkisstjórn, kæmi til þess, skal hins vegar ósagt látið.Þjóðgarð á miðhálendiðÚr umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um drög að þingsályktunartillögu um rammaáætlun.Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að leggja fram metnaðarfulla áætlun um nýtingu landgæða með náttúruvernd að leiðarljósi. Undirrituð samtök leggja hér til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum. Við styðjum þá aðferðafræði að skipta virkjanahugmyndum í orkunýtingar-, bið- og verndarflokka og teljum að það auðveldi yfirsýn, upplýsta ákvarðanatöku og langtíma stefnumörkun við vernd og orkunýtingu landsvæða.Kostnaður við rammaáætlun 1. áfangi 555.362.000 krónur 2. áfangi 454.812.000 krónurAlls 1.010.174.000 krónur Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Unnið hefur verið að rammaáætlun síðan árið 1999. Þremur verkefnisstjórnum og nokkrum skýrslum síðar er enn deilt um útkomu hennar og það sem meira er; sjálfar forsendurnar fyrir henni. Stjórnarflokkunum gengur illa að koma sér niður á endanlega flokkun náttúrusvæða og málið gæti reynst þeim erfitt. Framkvæmd rammaáætlunar hófst með skipan verkefnisstjórnar vorið 1999. Verkefnið hét þá reyndar rammaáætlun um nýtingu vatnsorku og jarðvarma og 1. áfanga lauk í ársbyrjun 2003 með mati og samanburði á 35 virkjunarkostum vatnsafls og jarðvarma, en yfirskrift áfangans var nýting. Þeir voru flokkaðir í fimm flokka eftir umhverfisáhrifum, aðra fimm eftir heildarhagnaði og fimm eftir arðsemi. Ný verkefnisstjórn var skipuð til að vinna 2. áfanga, þar sem yfirskriftin var vernd og nýting. Hún skilaði af sér skýrslu vorið 2007 og þriðja verkefnastjórnin var þá skipuð. Eftir því sem áherslan varð meiri á umhverfisþættina fékk áætlunin nýtt heiti; rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Kostirnir flokkaðirKatrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.Verkefnastjórnin skilaði síðan af sér skýrslu árið 2011 og var þar að finna lista yfir virkjanakosti. Iðnaðarráðherra skipaði síðan nefnd sem fór yfir niðurstöðurnar og skilaði drögum að þingsályktunartillögu til ráðherra. Þau fóru í umsagnarferli og síðan átti að leggja þingsályktunartillögu fyrir Alþingi í janúar. Það hefur hins vegar dregist. Að einhverju leyti kann það að skýrast af þeim mikla fjölda umsagna sem bárust, en þær voru alls 225. Hins vegar hljóta stjórnvöld að hafa gert ráð fyrir fjölda umsagna í öðru eins hitamáli. Það sem fyrst og fremst skýrir töfina er hins vegar að illa gengur að ná saman um tillöguna. Hún flokkar kosti í nýtingar-, verndar- eða biðflokk og það virðist vera að renna upp fyrir ansi mörgum hvað sú flokkun þýðir. Að sé svæði komið í nýtingarflokk, eftir allt þetta ferli, þá sé til lítils að ætla sér að berjast gegn nýtingu þess. Forsendurnar vefengdarSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.Ummæli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þingi í síðustu viku vöktu einnig athygli. Þar sagðist hún hugsi yfir því að núverandi kynslóð ætti að ákveða fyrir hönd komandi kynslóða hvað yrði virkjað og hvað ekki. „Ég hef velt upp þeirri spurningu í hvaða stöðu núlifandi kynslóð er að setja sig gagnvart framtíðinni með því að taka þessar ákvarðanir í eitt skipti fyrir öll, en fyrst og fremst er þetta mjög mikilvægt ferli sem ég er alveg handviss um að er náttúruvernd til framdráttar," sagði Svandís í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Þessi ummæli ganga í raun gegn grunnforsendu rammaáætlunar og þvert gegn ummælum Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Hún hefur lagt áherslu á að áætlunin lyfti þjóðinni upp yfir þær deilur sem klofið hafa hana í virkjanamálum. „Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda," sagði hún í grein í Fréttablaðinu 12. október 2011. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir hins vegar að mikilvægt sé að málið nái fram að ganga og komi inn í þingið. Í umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um frumvarpsdrögin var lýst yfir stuðningi við þá aðferðafræði að skipta virkjanahugmyndum upp í verndar-, nýtingar- og biðflokk. „Sú afstaða okkar hefur ekkert breyst. Við teljum að það sé betra fyrir framtíðarstefnumótun og fyrir alla aðila. Hins vegar lögðum við til viðamiklar breytingar á öllum flokkum og færðum góð og gild rök fyrir því." Deilur um einstaka kostiGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.Ekki náðist í umhverfisráðherra við vinnslu þessarar fréttar, en 13. febrúar sagði hún rammaáætlun vera forgangsverkefni hjá sér og Oddnýju G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra. Ekki náðist heldur í Oddnýju í gær. Málið er á forræði ráðherranna tveggja sem vinna upp úr tillögu starfshópsins og þeim umsögnum sem bárust. Verkefnið er að ná sátt sem hægt er að kynna fyrir ríkisstjórn og síðan þingflokkum stjórnarflokkanna. Fæðing þeirrar sáttar virðist hins vegar vera erfið. Raunar ætti það kannski ekki að koma á óvart, það að segja í eitt skipti fyrir öll að ákveðin svæði verði virkjuð og önnur vernduð er ekki auðvelt verkefni. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að helst standi styrinn um tvö svæði á hálendinu, Strokköldu og Hágöngur. Þá er deilt um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og einnig um svæði á Reykjanesinu. Þá má segja að deilur snúi einnig að því hversu hratt eigi að ganga fram í jarðvarmavirkjun almennt. Tíminn líðurRammaáætlun hefur verið lengi í smíðum og virðist vera á lokametrunum. Hún hefur reyndar verið nokkuð lengi á þeim metrum. Samkvæmt þingsköpum verður að leggja fram frumvörp fyrir 1. apríl til að þau verði tekin á dagskrá, ella verður að leita afbrigða. Ætli stjórnin sér að ljúka þessu máli verður hún hins vegar að ná sátt um það innan eigin raða. Það skyldi þó aldrei verða að það verði umhverfismál sem sprengi þessa stjórn sem farið hefur í gegnum hvert stóra málið á fætur öðru á líftíma sínum? Hver afdrif rammaáætlunar yrðu hjá nýrri ríkisstjórn, kæmi til þess, skal hins vegar ósagt látið.Þjóðgarð á miðhálendiðÚr umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um drög að þingsályktunartillögu um rammaáætlun.Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að leggja fram metnaðarfulla áætlun um nýtingu landgæða með náttúruvernd að leiðarljósi. Undirrituð samtök leggja hér til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum. Við styðjum þá aðferðafræði að skipta virkjanahugmyndum í orkunýtingar-, bið- og verndarflokka og teljum að það auðveldi yfirsýn, upplýsta ákvarðanatöku og langtíma stefnumörkun við vernd og orkunýtingu landsvæða.Kostnaður við rammaáætlun 1. áfangi 555.362.000 krónur 2. áfangi 454.812.000 krónurAlls 1.010.174.000 krónur
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira