Innlent

Gæti veikt stöðu innlendra aðila

Alþingi Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd og mun líklega fara til annarrar umræðu á þingi innan skamms. FRéttablaðið/GVA
Alþingi Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd og mun líklega fara til annarrar umræðu á þingi innan skamms. FRéttablaðið/GVA
Félag löggiltra endurskoðenda segir frumvarp um undanþágu skatta og gjalda af IPA styrkjum Evrópusambandsins (ESB) ekki fylgja þeirri kröfu að styrkirnir skuli renna óskiptir til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarpið, en það verður líklega afgreitt innan skamms úr efnahags- og viðskiptanefnd til annarrar umræðu á þingi.

Samkvæmt umsögn endurskoðenda eru hugtök frumvarpsins oft óljós, sem geti varpað vafa um hvort greiða þurfi skatt af þjónustu eða ekki. Samkvæmt því gæti frumvarpið veikt stöðu innlendra aðila í samkeppni um verk tengd IPA verkefnum því að þeir þurfi að greiða tekjuskatt af sínum tekjum á meðan svo er ekki um erlenda aðila.

Bændasamtök Íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna leggjast gegn frumvarpinu þar sem þau telja að það feli í sér aðlögun að regluverki ESB.

Aðrir aðilar, til dæmis Samband íslenskra sveitarfélaga, Náttúrufræðistofnun Íslands og Ríkisskattstjóri gera engar athugasemdir við frumvarpið í svörum sínum. Samband sveitarfélaga telur rétt að þau sveitarfélög sem hafi áhuga á að taka þátt í IPA verkefnum á sviði byggðamála fái tækifæri til þess. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×