Erlent

Saksóknari vill dauðarefsingu

Hosní Múbarak
Hosní Múbarak
Saksóknari í máli Hosní Múbarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, krafðist þess í lokaræðu sinni við réttarhöldin að hann verði dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa lögreglu og öryggissveitum að beita vopnum gegn mótmælendum.

Saksóknarinn segir sannað að Mubarak hafi heimilað beitingu skotvopna gegn óbreyttum borgurum. Samkvæmt opinberum tölum létust 850 í mótmælum í landinu frá 25. janúar til 11. febrúar í fyrra.

Mótmælunum lauk með því að Múbarak hraktist frá völdum eftir að hafa stýrt fjölmennasta ríki arabaheimsins í nærri 30 ár.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×