Hverjir mega stela? 21. febrúar 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá?
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun