Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á mánudag. Þar voru honum afhentar tæplega 38.000 undirskriftir til stuðnings kröfunni um leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um.
„Áhugavert verður að fylgjast með því á næstunni hvað forsetinn gerir með þær og hvort hann bregst við með einum eða öðrum hætti til verndar almannahagsmunum," segir meðal annars í tilkynningu frá HH.- sv
Afhentu 38.000 undirskriftir
