Skráargatið Siv Friðleifsdóttir skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Flestir eru sammála um að heilsan er ein aðalforsenda góðra lífsgæða. Ánægjulegt er að fylgjast með því hve áhugi á lýðheilsumálum vex á Íslandi. Æ fleiri íhuga mataræði sitt og reyna að velja hollar matvörur. Líkamsrækt í einhverju formi er líka að verða eðlilegur þáttur daglegs lífs. Stjórnvöld hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta lýðheilsu. Á síðasta ári var samþykkt að takmarka hlutfall leyfilegs magns transfitusýra í mat. Neytendur geta því nú gengið að því vísu að transfitusýrur í mat séu ekki meira en 2% af fitumagni vörunnar. Ísland er annað landið í heiminum sem samþykkti slíkt, Danmörk var fyrst. Undirrituð hefur einnig unnið að fleiri málum sem hafa verið í skoðun á Alþingi og tengjast hollustu matvæla. Eitt þeirra er um að skyndibitastaðir upplýsi neytendur um hitaeiningainnihald skyndibitanna, sem staðirnir selja, þannig að neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun þegar slíkur matur er keyptur. Nú þegar er slíkt fyrirkomulag komið á sumstaðar erlendis. Hér á landi hefur t. d. Metro tekið slíkar merkingar upp og er það til fyrirmyndar. Hitt málið fjallar um að Ísland taki upp norræna hollustumerkið Skráargatið. Neytendur geta gengið að því vísu að matvara sem merkt er Skráargatinu uppfyllir þá kröfu að vera hollust í sínum matvöruflokki. Þegar metið er hvort matvara er nógu holl til að verðskulda merkingu með Skráargatinu er sérstaklega skoðað innihald hennar s.s. sykur, fita og salt. Alþingi hefur nú samþykkt að taka upp Skráargatið á Íslandi. Nú þegar hefur t.d. Mjólkursamsalan merkt tvo skyrdrykki með Skráargatinu. Íslenskir neytendur munu því eiga auðveldara með að velja holla matvöru hratt og örugglega þegar merkið hefur fest sig í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að heilsan er ein aðalforsenda góðra lífsgæða. Ánægjulegt er að fylgjast með því hve áhugi á lýðheilsumálum vex á Íslandi. Æ fleiri íhuga mataræði sitt og reyna að velja hollar matvörur. Líkamsrækt í einhverju formi er líka að verða eðlilegur þáttur daglegs lífs. Stjórnvöld hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta lýðheilsu. Á síðasta ári var samþykkt að takmarka hlutfall leyfilegs magns transfitusýra í mat. Neytendur geta því nú gengið að því vísu að transfitusýrur í mat séu ekki meira en 2% af fitumagni vörunnar. Ísland er annað landið í heiminum sem samþykkti slíkt, Danmörk var fyrst. Undirrituð hefur einnig unnið að fleiri málum sem hafa verið í skoðun á Alþingi og tengjast hollustu matvæla. Eitt þeirra er um að skyndibitastaðir upplýsi neytendur um hitaeiningainnihald skyndibitanna, sem staðirnir selja, þannig að neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun þegar slíkur matur er keyptur. Nú þegar er slíkt fyrirkomulag komið á sumstaðar erlendis. Hér á landi hefur t. d. Metro tekið slíkar merkingar upp og er það til fyrirmyndar. Hitt málið fjallar um að Ísland taki upp norræna hollustumerkið Skráargatið. Neytendur geta gengið að því vísu að matvara sem merkt er Skráargatinu uppfyllir þá kröfu að vera hollust í sínum matvöruflokki. Þegar metið er hvort matvara er nógu holl til að verðskulda merkingu með Skráargatinu er sérstaklega skoðað innihald hennar s.s. sykur, fita og salt. Alþingi hefur nú samþykkt að taka upp Skráargatið á Íslandi. Nú þegar hefur t.d. Mjólkursamsalan merkt tvo skyrdrykki með Skráargatinu. Íslenskir neytendur munu því eiga auðveldara með að velja holla matvöru hratt og örugglega þegar merkið hefur fest sig í sessi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar