Skráargatið Siv Friðleifsdóttir skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Flestir eru sammála um að heilsan er ein aðalforsenda góðra lífsgæða. Ánægjulegt er að fylgjast með því hve áhugi á lýðheilsumálum vex á Íslandi. Æ fleiri íhuga mataræði sitt og reyna að velja hollar matvörur. Líkamsrækt í einhverju formi er líka að verða eðlilegur þáttur daglegs lífs. Stjórnvöld hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta lýðheilsu. Á síðasta ári var samþykkt að takmarka hlutfall leyfilegs magns transfitusýra í mat. Neytendur geta því nú gengið að því vísu að transfitusýrur í mat séu ekki meira en 2% af fitumagni vörunnar. Ísland er annað landið í heiminum sem samþykkti slíkt, Danmörk var fyrst. Undirrituð hefur einnig unnið að fleiri málum sem hafa verið í skoðun á Alþingi og tengjast hollustu matvæla. Eitt þeirra er um að skyndibitastaðir upplýsi neytendur um hitaeiningainnihald skyndibitanna, sem staðirnir selja, þannig að neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun þegar slíkur matur er keyptur. Nú þegar er slíkt fyrirkomulag komið á sumstaðar erlendis. Hér á landi hefur t. d. Metro tekið slíkar merkingar upp og er það til fyrirmyndar. Hitt málið fjallar um að Ísland taki upp norræna hollustumerkið Skráargatið. Neytendur geta gengið að því vísu að matvara sem merkt er Skráargatinu uppfyllir þá kröfu að vera hollust í sínum matvöruflokki. Þegar metið er hvort matvara er nógu holl til að verðskulda merkingu með Skráargatinu er sérstaklega skoðað innihald hennar s.s. sykur, fita og salt. Alþingi hefur nú samþykkt að taka upp Skráargatið á Íslandi. Nú þegar hefur t.d. Mjólkursamsalan merkt tvo skyrdrykki með Skráargatinu. Íslenskir neytendur munu því eiga auðveldara með að velja holla matvöru hratt og örugglega þegar merkið hefur fest sig í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að heilsan er ein aðalforsenda góðra lífsgæða. Ánægjulegt er að fylgjast með því hve áhugi á lýðheilsumálum vex á Íslandi. Æ fleiri íhuga mataræði sitt og reyna að velja hollar matvörur. Líkamsrækt í einhverju formi er líka að verða eðlilegur þáttur daglegs lífs. Stjórnvöld hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta lýðheilsu. Á síðasta ári var samþykkt að takmarka hlutfall leyfilegs magns transfitusýra í mat. Neytendur geta því nú gengið að því vísu að transfitusýrur í mat séu ekki meira en 2% af fitumagni vörunnar. Ísland er annað landið í heiminum sem samþykkti slíkt, Danmörk var fyrst. Undirrituð hefur einnig unnið að fleiri málum sem hafa verið í skoðun á Alþingi og tengjast hollustu matvæla. Eitt þeirra er um að skyndibitastaðir upplýsi neytendur um hitaeiningainnihald skyndibitanna, sem staðirnir selja, þannig að neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun þegar slíkur matur er keyptur. Nú þegar er slíkt fyrirkomulag komið á sumstaðar erlendis. Hér á landi hefur t. d. Metro tekið slíkar merkingar upp og er það til fyrirmyndar. Hitt málið fjallar um að Ísland taki upp norræna hollustumerkið Skráargatið. Neytendur geta gengið að því vísu að matvara sem merkt er Skráargatinu uppfyllir þá kröfu að vera hollust í sínum matvöruflokki. Þegar metið er hvort matvara er nógu holl til að verðskulda merkingu með Skráargatinu er sérstaklega skoðað innihald hennar s.s. sykur, fita og salt. Alþingi hefur nú samþykkt að taka upp Skráargatið á Íslandi. Nú þegar hefur t.d. Mjólkursamsalan merkt tvo skyrdrykki með Skráargatinu. Íslenskir neytendur munu því eiga auðveldara með að velja holla matvöru hratt og örugglega þegar merkið hefur fest sig í sessi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar