Árásarmaður leystur úr haldi 23. febrúar 2012 03:00 Þórshöfn Sögusagnir um áratuga gömul alvarleg afbrot sjötugs þolandans virðast hafa verið kveikjan að árásinni. Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem hefur játað alvarlega líkamsárás á eldri mann á Þórshöfn fyrr í mánuðinum. Farið var fram á varðhaldið þar sem rannsóknarhagsmunir krefðust þess og á það féllst héraðsdómur. Hæstiréttur er hins vegar ósammála, enda sé rannsókn málsins langt komin og ekkert fram komið um að maðurinn muni reyna að torvelda hana. Hann var fyrst handtekinn 11. febrúar og sleppt úr haldi en síðan úrskurðaður í varðhald 17. febrúar til 1. mars, eftir að lögregla gerði sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að árásin hafi verið mjög hrottafengin og sé rannsökuð sem tilraun til manndráps. Talið er að maðurinn hafi ráðist margsinnis á þolandann með hnefahöggum og hafi meðal annars notað munnhörpu sem eins konar hnúajárn. Þá telur lögregla að hann hafi sparkað ítrekað í hann, meðal annars í höfuð hans. Þolandinn hlaut heilablæðingu og mar á heila auk fleiri áverka. Fram hefur komið við rannsóknina að árásin geti tengst sögusögnum um alvarleg brot þolandans, sem nú er sjötugur, fyrir mörgum áratugum. - sh Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem hefur játað alvarlega líkamsárás á eldri mann á Þórshöfn fyrr í mánuðinum. Farið var fram á varðhaldið þar sem rannsóknarhagsmunir krefðust þess og á það féllst héraðsdómur. Hæstiréttur er hins vegar ósammála, enda sé rannsókn málsins langt komin og ekkert fram komið um að maðurinn muni reyna að torvelda hana. Hann var fyrst handtekinn 11. febrúar og sleppt úr haldi en síðan úrskurðaður í varðhald 17. febrúar til 1. mars, eftir að lögregla gerði sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að árásin hafi verið mjög hrottafengin og sé rannsökuð sem tilraun til manndráps. Talið er að maðurinn hafi ráðist margsinnis á þolandann með hnefahöggum og hafi meðal annars notað munnhörpu sem eins konar hnúajárn. Þá telur lögregla að hann hafi sparkað ítrekað í hann, meðal annars í höfuð hans. Þolandinn hlaut heilablæðingu og mar á heila auk fleiri áverka. Fram hefur komið við rannsóknina að árásin geti tengst sögusögnum um alvarleg brot þolandans, sem nú er sjötugur, fyrir mörgum áratugum. - sh
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira