Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn? Þórarinn G. Pétursson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Kröfur um almenna niðurfellingu skulda eru háværar og reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að gera það án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0Augljósasta leiðin til að færa niður skuldir almennings er að eigendur lánanna, þ.e. innlendar lánastofnanir, færi þessar skuldir niður með því að afskrifa þær. Ef þessi niðurfærsla er t.d. 200 ma.kr. (algeng tala í almennri umræðu um málið), rýrnar eigið fé þessara lánastofnana sem því nemur. Þar sem skattgreiðendur eru að stærstum hluta eigendur þessara lána (í gegnum eign sína á Íbúðalánasjóði og Landsbankanum) bera þeir stærstan hluta kostnaðarins. Afgangurinn lendir á innlendum lífeyrissjóðum og erlendum eigendum annarra lánastofnana. Ekki er útilokað að hluti afgangsins (eða jafnvel allt) lendi á endanum á skattgreiðendum þar sem þessir aðilar reyni að sækja sér fébætur frá hinu opinbera fyrir dómstólum. Leið 1Einhver taldi sig hafa fundið leið fram hjá því að láta skattgreiðendur borga reikninginn með því að láta Seðlabankann prenta peninga fyrir upphæðinni og þannig væri hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur kostnaður hlytist af. Við nánari skoðun kemur í ljós að það stenst engan veginn. Til að skilja það er afar mikilvægt að átta sig á því að peningar sem Seðlabankinn býr til (annaðhvort með „raunverulegri" prentun þeirra eða með rafrænni aukningu innlána lánastofnana í Seðlabankanum) er skuldbinding Seðlabankans og er því á skuldahlið bankans. Við það að Seðlabankinn prentar 200 ma.kr. til að færa niður skuldir almennings myndast skuld á efnahagsreikningi Seðlabankans upp á 200 ma.kr. en engin eign til mótvægis (hann eignast 200 ma.kr. skuld almennings við lánastofnanir en færir hana niður í ekkert með því að afskrifa hana). Það þýðir að eitthvað annað á skuldahlið Seðlabankans þarf að lækka á móti svo þetta gangi upp bókhaldslega. Þetta annað er eigið fé Seðlabankans sem rýrnar þá um 200 ma.kr. Og hvað með það kann einhver að segja. Jú, Seðlabankinn er í eigu skattgreiðenda og rýrnun eiginfjár hans er því ekkert annað en reikningur á skattgreiðendur með sama hætti og í Leið 0, nema hvað að í þessu tilviki bera skattgreiðendur örugglega allan kostnaðinn óskiptan. Leið 2Til að reyna að komast hjá því að rýra eigið fé Seðlabankans með þessum hætti datt einhverjum öðrum í hug það snjallræði að búa til sérstakt eignarhaldsfélag í eigu Seðlabankans og að þar væri hægt að færa tapið þannig að það sæist ekki á efnahagsreikningi bankans. Nánari skoðun leiðir í ljós að það skiptir að sjálfsögðu engu máli. Við fyrstu sýn liti efnahagsreikningur Seðlabankans vissulega betur út: hann ætti 200 ma.kr. eign (kröfu á þetta eignarhaldsfélag) á móti aukningu skuldbindinga vegna peningaprentunarinnar. En á efnahagsreikningi eignarhaldsfélagsins er nú 200 ma.kr. skuld við Seðlabankann en engin eign (félagið eignast 200 ma.kr. skuld almennings við lánastofnanir en færir hana niður í ekkert með því að afskrifa hana). Eigið fé eignarhaldsfélagsins er því neikvætt um 200 ma.kr. og Seðlabankinn á því eignarhaldsfélag sem er einskis virði og þarf því á endanum að afskrifa það sem gefur nákvæmlega sömu niðurstöðu og í Leið 1. Leið 3Enn á ný taldi einhver sig hafa fundið leið fram hjá þessu. Hvað ef Seðlabankinn prentar peninga, lætur skuldara hafa en gegn því skilyrði að þeir borgi niður lánin sín og gegn því skilyrði að lánastofnanir leggi þá peninga strax aftur í Seðlabankann sem legði þá aftur í eignarhaldsfélagið? Í því tilviki ætti Seðlabankinn vissulega 200 ma.kr. eign (kröfu á eignarhaldsfélagið) á móti 200 ma.kr. aukningu skuldbindinga vegna peningaprentunarinnar og eignarhaldsfélagið ætti líka 200 ma.kr. eign (peninginn sem Seðlabankinn lagði inn í hann frá lánastofnunum) á móti 200 ma.kr. skuld sinni við lánastofnanirnar. Kröfu lánastofnana á heimili hefur því í raun verið breytt í kröfu þeirra á eignarhaldsfélagið. Krafan er því ekki horfin og kostnaðurinn af því að afskrifa hana lendir annaðhvort á lánastofnunum eða Seðlabankanum. Ef þessi 200 ma.kr. greiðsla lánastofnana inn í eignarhaldsfélag Seðlabankans er bundin um aldur og ævi (og því í raun tekin eignarnámi), er þetta í raun töpuð eign fyrir lánastofnanirnar þar sem þær geta aldrei leyst hana til sín og nýtt hana (sama niðurstaða og Leið 0). Geti lánastofnanirnar hins vegar gengið að þessari eign verður tapið á endanum Seðlabankans (sama niðurstaða og Leiðir 1 og 2). LokaorðÞótt skuldir innlendra heimila og fyrirtækja hafi lækkað töluvert undanfarin tvö ár eru þau enn mjög skuldsett og margir búa við erfiða skuldastöðu. Úrlausn skuldamála þeirra er því brýn. Almenn skuldaniðurfelling til allra er hins vegar afar ómarkviss aðgerð þar sem stór hluti hennar myndi helst nýtast þeim sem þurfa lítið á henni að halda. Hún yrði einnig mjög kostnaðarsöm og þann kostnað þyrftu íslenskir skattgreiðendur að bera með einum eða öðrum hætti. Að láta sem svo sé ekki er bæði villandi og óábyrgt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kröfur um almenna niðurfellingu skulda eru háværar og reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að gera það án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0Augljósasta leiðin til að færa niður skuldir almennings er að eigendur lánanna, þ.e. innlendar lánastofnanir, færi þessar skuldir niður með því að afskrifa þær. Ef þessi niðurfærsla er t.d. 200 ma.kr. (algeng tala í almennri umræðu um málið), rýrnar eigið fé þessara lánastofnana sem því nemur. Þar sem skattgreiðendur eru að stærstum hluta eigendur þessara lána (í gegnum eign sína á Íbúðalánasjóði og Landsbankanum) bera þeir stærstan hluta kostnaðarins. Afgangurinn lendir á innlendum lífeyrissjóðum og erlendum eigendum annarra lánastofnana. Ekki er útilokað að hluti afgangsins (eða jafnvel allt) lendi á endanum á skattgreiðendum þar sem þessir aðilar reyni að sækja sér fébætur frá hinu opinbera fyrir dómstólum. Leið 1Einhver taldi sig hafa fundið leið fram hjá því að láta skattgreiðendur borga reikninginn með því að láta Seðlabankann prenta peninga fyrir upphæðinni og þannig væri hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur kostnaður hlytist af. Við nánari skoðun kemur í ljós að það stenst engan veginn. Til að skilja það er afar mikilvægt að átta sig á því að peningar sem Seðlabankinn býr til (annaðhvort með „raunverulegri" prentun þeirra eða með rafrænni aukningu innlána lánastofnana í Seðlabankanum) er skuldbinding Seðlabankans og er því á skuldahlið bankans. Við það að Seðlabankinn prentar 200 ma.kr. til að færa niður skuldir almennings myndast skuld á efnahagsreikningi Seðlabankans upp á 200 ma.kr. en engin eign til mótvægis (hann eignast 200 ma.kr. skuld almennings við lánastofnanir en færir hana niður í ekkert með því að afskrifa hana). Það þýðir að eitthvað annað á skuldahlið Seðlabankans þarf að lækka á móti svo þetta gangi upp bókhaldslega. Þetta annað er eigið fé Seðlabankans sem rýrnar þá um 200 ma.kr. Og hvað með það kann einhver að segja. Jú, Seðlabankinn er í eigu skattgreiðenda og rýrnun eiginfjár hans er því ekkert annað en reikningur á skattgreiðendur með sama hætti og í Leið 0, nema hvað að í þessu tilviki bera skattgreiðendur örugglega allan kostnaðinn óskiptan. Leið 2Til að reyna að komast hjá því að rýra eigið fé Seðlabankans með þessum hætti datt einhverjum öðrum í hug það snjallræði að búa til sérstakt eignarhaldsfélag í eigu Seðlabankans og að þar væri hægt að færa tapið þannig að það sæist ekki á efnahagsreikningi bankans. Nánari skoðun leiðir í ljós að það skiptir að sjálfsögðu engu máli. Við fyrstu sýn liti efnahagsreikningur Seðlabankans vissulega betur út: hann ætti 200 ma.kr. eign (kröfu á þetta eignarhaldsfélag) á móti aukningu skuldbindinga vegna peningaprentunarinnar. En á efnahagsreikningi eignarhaldsfélagsins er nú 200 ma.kr. skuld við Seðlabankann en engin eign (félagið eignast 200 ma.kr. skuld almennings við lánastofnanir en færir hana niður í ekkert með því að afskrifa hana). Eigið fé eignarhaldsfélagsins er því neikvætt um 200 ma.kr. og Seðlabankinn á því eignarhaldsfélag sem er einskis virði og þarf því á endanum að afskrifa það sem gefur nákvæmlega sömu niðurstöðu og í Leið 1. Leið 3Enn á ný taldi einhver sig hafa fundið leið fram hjá þessu. Hvað ef Seðlabankinn prentar peninga, lætur skuldara hafa en gegn því skilyrði að þeir borgi niður lánin sín og gegn því skilyrði að lánastofnanir leggi þá peninga strax aftur í Seðlabankann sem legði þá aftur í eignarhaldsfélagið? Í því tilviki ætti Seðlabankinn vissulega 200 ma.kr. eign (kröfu á eignarhaldsfélagið) á móti 200 ma.kr. aukningu skuldbindinga vegna peningaprentunarinnar og eignarhaldsfélagið ætti líka 200 ma.kr. eign (peninginn sem Seðlabankinn lagði inn í hann frá lánastofnunum) á móti 200 ma.kr. skuld sinni við lánastofnanirnar. Kröfu lánastofnana á heimili hefur því í raun verið breytt í kröfu þeirra á eignarhaldsfélagið. Krafan er því ekki horfin og kostnaðurinn af því að afskrifa hana lendir annaðhvort á lánastofnunum eða Seðlabankanum. Ef þessi 200 ma.kr. greiðsla lánastofnana inn í eignarhaldsfélag Seðlabankans er bundin um aldur og ævi (og því í raun tekin eignarnámi), er þetta í raun töpuð eign fyrir lánastofnanirnar þar sem þær geta aldrei leyst hana til sín og nýtt hana (sama niðurstaða og Leið 0). Geti lánastofnanirnar hins vegar gengið að þessari eign verður tapið á endanum Seðlabankans (sama niðurstaða og Leiðir 1 og 2). LokaorðÞótt skuldir innlendra heimila og fyrirtækja hafi lækkað töluvert undanfarin tvö ár eru þau enn mjög skuldsett og margir búa við erfiða skuldastöðu. Úrlausn skuldamála þeirra er því brýn. Almenn skuldaniðurfelling til allra er hins vegar afar ómarkviss aðgerð þar sem stór hluti hennar myndi helst nýtast þeim sem þurfa lítið á henni að halda. Hún yrði einnig mjög kostnaðarsöm og þann kostnað þyrftu íslenskir skattgreiðendur að bera með einum eða öðrum hætti. Að láta sem svo sé ekki er bæði villandi og óábyrgt.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun