Segja blóðprufu ekki henta til greiningar 25. febrúar 2012 09:00 Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira