Nýjar myndir úr könnunarfari Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) sýna skýr merki um nýlegar jarðhræringar á yfirborði tunglsins.
Nýlegar er ef til vill villandi orðalag þar sem talið er að sprungur á yfirborðinu hafi myndast fyrir um 50 milljónum ára. Það telst þó nýlegt þegar litið er til þess að talið er að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum ára.
Sprungurnar sem sjást á yfirborðinu sýna að þar er spenna sem togar yfirborðið til. Vísindamenn geta sér til um að heitur kjarni tunglsins hafi þessi áhrif á yfirborð þess. - bj
Erlent