Nýja Norðrið 25. febrúar 2012 06:00 Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum. Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Bandaríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu. Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskulduðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokkurinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnarliði á ný. Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkurinn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dregin til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega endurskoðun EES-samningsins. Flokkurinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum. Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Bandaríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu. Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskulduðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokkurinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnarliði á ný. Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkurinn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dregin til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega endurskoðun EES-samningsins. Flokkurinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar