Í tilefni dags tónlistarskólanna 25. febrúar 2012 06:00 Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn!
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar