Ákæruvald Alþingis- ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun