Tónlist

Vilja gera plötu með Jimi Tenor

Hjálmar eru í viðræðum við finnska tónlistarmanninn Jimi Tenor um að vinna með honum fleiri lög. Hann söng með hljómsveitinni í laginu Messenger of Bad News sem var tekið upp í fyrra.

„Okkur langar að þróa það samstarf aðeins meira og hann var heitur fyrir því," segir gítarleikarinn Kiddi í Hjálmum. Inntur eftir því hvort plata sé á teikniborðinu segir hann að hún sé alla vega á óskalistanum.

Hljómsveitin spilar í fyrsta sinn í Slóvakíu í sumar á tónlistarhátíðinni Pohoda. Þar stígur Emilíana Torrini einnig á svið. „Það er alltaf gaman að fara eitthvað og spila fyrir nýtt fólk," segir Kiddi. FM Belfast spilaði á sömu hátíð í fyrra.

Hjálmar eru nýkomnir með tónleikabókara í Amsterdam og hann ætlar að reyna að koma þeim að í Hollandi, Belgíu og í Lúxemborg. „Við fórum á Eurosonic Festival og það kom smotterí út úr því sem er verið að vinna í núna, þar á meðal þetta."

Kiddi segir það ekki auðvelt að koma íslenskri reggítónlist að erlendis. „Ég held að við séum ekki nógu svartir til að vera alvöru reggí því það eru fullt af reggíhátíðum í gangi. Ég held líka að þetta sé aðeins of mikið reggí fyrir venjulegar hátíðir." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×