Handbolti

Kári Kristján: Langar að komast lengra í boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján er ekki árennilegur á línunni. Hann hefur staðið sig vel í vetur og önnur lið sýna honum áhuga.nordic photos/bongarts
Kári Kristján er ekki árennilegur á línunni. Hann hefur staðið sig vel í vetur og önnur lið sýna honum áhuga.nordic photos/bongarts Nordic Photos / Getty Images
„Þetta er búið að vera lengi í vinnslu. Ég var með mjög skemmtilegt dæmi í gangi varðandi annað lið sem er reyndar enn á lífi en það gengur ekki upp fyrir næsta tímabil," sagði landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem er búinn að framlengja samning sinn við Wetzlar til eins árs. Hann fékk betri samning en hann var með.

Samningaviðræður hans og Wetzlar hafa tekið langan tíma en loksins náðu Kári og liðið saman.

„Þar sem hitt dæmið gengur ekki upp fyrir næsta tímabil varð að finna einhverja lausn. Wetzlar bauð mér þriggja ára samning en ég náði að fá þetta eina ár í gegn og er ánægður með það."

Næsta sumar verða margir línumenn með lausan samning og Kári vill vera með í þeim slag.

„Þá er markaðurinn mjög opinn. Það verða miklar þreifingar á línumönnum þá. Samt veit maður ekki hvað gerist, hvort ég fari út fyrir Þýskaland eða eitthvað annað. Svo getur vel verið að ég verði hér áfram," sagði Kári en honum og fjölskyldu hans líður vel í Wetzlar þó svo Kári eigi sér þann draum að spila með stærra félagi.

„Mig langar að komast lengra í boltanum. Það er ekkert leyndarmál. Okkur líður samt vel hérna í þessum bæ."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×