Tónlist

Vaccines valin besti nýliðinn hjá NME

Rokkararnir í The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs, urðu fyrir valinu sem besti nýliðinn á NME-hátíðinni í London á miðvikudagskvöld.

Florence and the Machine, The Horrors og Arctic Monkeys unnu helstu verðlaunin á hátíðinni.

Florence and the Machine var valin besti sólótónlistarmaðurinn og átti besta lagið, Shake It Out. The Horrors var verðlaunuð fyrir bestu plötuna, Skying, og Arctic Monkeys var valin besta tónleikasveitin.

Kasabian var jafnframt valin besta breska hljómsveitin. Þá hlaut Noel Gallagher, fyrrum meðlimur Oasis, heiðursverðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×